Hleðslu- og þröskuldarampar auðvelda aðgengi

Hvort sem þú þarft að flytja vörur yfir óslétt gólf, hlaða vörum upp á bíla eða setja upp tímabundið aðgengi fyrir hreyfihamlaða, þá eru rampar mjög handhægt hjálpartæki. Við bjóðum upp á úrval af römpum sem gefa þér hagkvæma leið til að bæta aðgengi og auðvelda flutninga.

Þröskuldarampar fyrir gangstéttabrúnir og fyrirstöður

Þröskuldarampar gefa þér auðvelda leið til að brúa bilið á milli hæðarmunar á gólfum og rúlla vögnum á milli. Liðskiptur þröskuldarampur hjálpar þér að komast yfir hindranir eins og þröskulda, gangstéttarbrúnir, rör og kapla. Þetta er einfalt en mjög gagnlegt hjálpartæki í verksmiðjum, vöruhúsum og öðrum aðstæðum þar sem nauðsynlegt er að geta flutt vörur á sekkjatrillum, vögnum og kerrum á snurðulausan hátt. Þessir rampar henta líka vel fyrir staði sem krefjast góðs aðgengis fyrir hreyfihamlaða og hjólastóla, þannig að notendur geti komist í gegnum dyragættir án vandræða.

Hleðslurampar

Hleðslurampar hjálpa þér að koma litlum farartækjum og vögnum upp á vöru- og flutningabíla þýðlega og án vandræða. Efri brún þeirra er sveigð þannig að þeir haldast stöðugir á meðan þeir eru lagðir upp að pallinum. Sveigður hleðslurampur gerir auðveldara að koma farartækjum sem liggja mjög lágt, eins og sláttuvélum t.d, upp eða niður rampinn. Þú getur stillt fjarlægðina á milli brautanna eftir hentugleika.

Sterk bygging

Með því að velja álrampa frá AJ Vörulistanum færðu léttan búnað sem auðvelt er að færa til en er jafnframt nægilega sterkbyggður til að þola mikinn þunga. Við erum með valkosti í boði sem geta borið allt að 400 kg. Burðargetuna má sjá í nánari vörulýsingum. Þessi tegund af römpum er með stamt, krossmynstrað yfirborð sem er öruggt í notkun fyrir bæði fótgangandi og vagna. Þeir geta verið bæði varanleg eða færanleg lausn til að auðvelda aðgengi. AJ Vörulistinn býður að auki upp á fjölbreytt úrval af hjálpartækjum sem bæta aðgengi og auðvelda meðferð á vörum. Skoðaðu úrvalið okkar af sekkjatrillum, pallvögnum, rúllufæriböndum og fleiru.Við erum einnig með ýmsar lausnir til að bæta öryggið á vinnustaðnum, eins og gólfmerkingar, aðvörunarlímbönd og öryggisgrindur sem koma í veg fyrir óleyfilegan aðgang og vinnuslys. Hafðu samband ef þig vantar nánari upplýsingar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur