Sekkjatrillur

Airshoppen warehouse

Raunveruleikinn: Svona komum við nýju vöruhúsi Airshoppen af stað

Lesa meira

Sekkjatrillur

Til þess að auðvelda þér að reka fyrirtækið og hjálpa starfsfólkinu að ná fram meiri afköstum þarftu að geta flutt vörur og birgðir fljótt og auðveldlega. Þú getur fundið allar tegundir af sekkjatrillum og flutningavögnum sem þig vantar í úrvali okkar af vörum fyrir vöruhús og iðnað. Við bjóðum upp á allt frá vögnum fyrir þungavörur til lítilla, samanbrjótanlegra trilla. Vöruúrvalið okkar er alltaf að þróast og stækka, þannig að þú hefur úr fjölbreyttum kostum að velja.

Sekkjatrillur

Hjá AJ Vörulistanum má finna fjölbreytt úrval af hjálpartækjum fyrir meðhöndlun á vörum, allt frá stöflurum til sekkjatrilla. Þegar kemur að sekkjatrillum erum við með valkosti sem mæta geta flestum þörfum, allt frá trillum sem borið geta mikinn þunga til tækja sem farið geta upp eða niður tröppur. Sterkbyggðu trillurnar okkar geta auðveldlega borið allt að 400 kg (fer eftir tegund), þökk sé sterkri stálgrind og stórum hjólum. Loftfyllt hjól og góð handföng gera auðvelt að stýra þessari tegund af sekkjatrillum. Við bjóðum einnig upp á litlar sekkjatrillur sem auðvelt er að brjóta saman og setja í geymslu þegar þær eru ekki í notkun, sem þýðir að þú getur jafnvel geymt þær í sendibíl. Stigatrillurnar okkar eru með þrjú hjól sem hjálpa þeim að ferðast þýðlega upp og niður tröppur. Við erum líka með sekkjatrillur sem gera þér mögulegt að flytja þungan varning yfir gróft og óslétt undirlag á auðveldari hátt. Þú getur einnig skoðað hjá okkur sekkjatrillur með dekk sem ekki springa, útdraganleg handföng og/eða samfellanlega lyftitönn sem geta hjálpað þér að flytja vörur á milli staða í vöruhúsinu.

Fjölnota kerrur

Fjölnota vöruhúsakerrurnar okkar eru hannaðar til að hægt sé að breyta þeim úr sekkjatrillu í pallvagn fljótt og auðveldlega þannig að þetta eina tæki geti flutt margs konar vörur. Til þess þarf einfaldlega að breyta stöðu handfangsins. Við erum einnig með kerru sem nota má sem fjögurra hjóla sekkjatrillu til að bera þyngri farm. Hún er búin stórum, loftfylltum gúmmíhjólum ásamt minni hjólum, sem gera hana auðvelda í meðförum og auðvelt að stýra henni. Að auki erum við með gaskútavagna, hjólapalla, lyftivagna og fleira sem hjálpa þér að flytja vörur á milli staða í vöruhúsinu.