Flutningavagnar af mörgum mismunandi gerðum
Hvort sem þú vinnur á skrifstofu, í vöruhúsi eða verksmiðju þarf réttu tækin til að meðhöndla vörur á öruggan hátt. Rétt meðferð á vörum getur komið í veg fyrir slys, dregið úr streitu og óþarfa álagi og minnkað tímann sem fer í geymslu og dreifingu á vörum. Góðir vagnar, trillur og lyftarar gera starfsfólkinu auðveldara að flytja vörurnar til. AJ Vörulistinn býður upp á úrval af flutningatækjum sem nota má í iðnaðar- og skrifstofuumhverfi. Vörulínan okkar býður upp á vörur sem eru fjölhæfar og auðveldar í meðförum. Tækin okkar eru endingargóð, vönduð og í háum gæðaflokki. Flutningavagnar
Þessa vagna má nota til að flytja bæði léttan og þungan farm. Þeir eru fáanlegir í mörgum mismunandi stærðum og gerðum sem geta flutt mjög umfangsmikinn farm eða mjög langa hluti. Þeir eru búnir sterkum hjólum sem hægt er að nota við ýmsar krefjandi aðstæður, eins og á byggingasvæðum, vöruhúsum og verksmiðjum. Við erum með vagna með háar hliðar, flatan pall og hliðar úr vírneti.Brettatjakkur
Brettatjakkar auðvelda alla meðhöndlun á vörum. Þá má nota til að lyfta vörunum af gólfinu, stafla þeim upp og færa þær frá einum stað á annan. Vörubretti eru í staðlaðri stærð og því eru brettatjakkar mjög fjölhæf tæki sem eru ómissandi í öllum vöruhúsum. Brettatjakkarnir okkar geta borið allt frá 200 kg að 2500 kg og við erum með hefbundna tjakka og hályftutjakka í boði. Brettatjakkarnir okkar eru auðveldir í meðförum og eru með gúmmíhandföng sem gefa notendunum þægilegra grip.Pallvagnar
Þessir sterkbyggðu vagnar geta verið mjög nytsamlegir í vöruhúsum. Vagnarnir okkar eru með burðargetu á milli 120 og 700 kg. Við bjóðum upp á vagna með loftfyllt gúmmíhjól, gegnheil gúmmíhjól og vagna með mjög eftirgefanleg gúmmíhjól. Þeir eru fáanlegir í mismunandi stærðum og úr mismunandi efnum. Við bjóðum upp á vagna með bremsur og án bremsa.