Litlar og stórar hjólbörur

Hjólbörurnar sem seldar eru hjá AJ Vörulistanum eru í hæsta gæðaflokki og hagkvæmar í innkaupum. Við ábyrgjumst að hægt er að treysta á hjólbörurnar okkar jafnvel þótt farmurinn sé þungur. Við bjóðum upp á fjórar gerðir af hjólbörum, sem eru flokkaðar eftir burðargetu, yfirborðslagi og þægindum í notkun (hjól og handföng). Skoðaðu nánari lýsingar á vörunum til að geta valið þær hjólbörur sem henta þínu fyrirtæki best.

Rúmmál

Rúmmál á hjólbörunum frá okkur er á milli 90 L og 260 L, allt eftir stærð og styrk þeirra. Klassísku hjólbörurnar okkar eru hannaðar þannig að notandinn finnur aðeins fyrir 15 -20% af heildarþunga farmsins, sem getur verið allt að 110 L þegar þær eru kúfaðar. Stóru hjólbörurnar okkar eru gerðar til að flytja mikið magn af léttu efni og geta borið 260 L kúfaðar. Sterku stálbörurnar okkar rúma allt að 120 L .

Þægileg hjól og handföng

Aðeins stóru hjólbörurnar okkur eru með tvö hjól vegna þess hversu mikinn þunga þær þurfa að bera, á meðan hinar þrjár útgáfurnar eru með eitt hjól. Hjólin tvö gefa hjólbörunum stöðugleika og jafnvægi, sem gerir þær vinnuvistvænni fyrir notandann. Þessar sterku hjólbörur eru með loftfyllt hjól sem gera auðvelt að stýra þeim og færa þær til, jafnvel fullhlaðnar. Stóru hjólbörurnar og þær klassísku er með viðarhandföng sem eru hlý og þægileg í notkun, jafnvel í slæmum veðrum.

Efni

Klassísku hjólbörurnar og stálhjólbörurnar eru gerðar úr plötustáli og duftlakkaðar til að verja þær gegn veðri og vindum. Við erum með stórar hjólbörur sem gerðar eru úr plasti sem gerir þær léttari og þannig auðveldari í meðförum þegar þær eru fullhlaðnar. Plastið ryðgar heldur ekki. Burðargrind þeirra er galvaníseruð. Hjólbörurnar okkar fást í mismunandi stærðum og eru allar með stórar fötur sem auðvelt er að sturta úr. Skoðaðu vöruúrvalið okkar og vörulýsingar til að finna réttu hjólbörurnar fyrir þig.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

SekkjatrillurRamparFlutningsvagnar