Plötuvagnar

Þægilegir plötuvagnar og lyftur fyrir erfiðar vinnuaðstæður

Það getur verið erfitt að flytja fjalir og plötuefni á öruggan hátt en AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af handhægum plötuvögnum sem geta leyst það vandamál. Vagnarnir okkar eru fjölhæfir og henta mörgum mismunandi aðstæðum og þörfum. Þeir eru aðlögunarhæfir og spara pláss.

Sterkbyggður plötuvagn

Við bjóðum upp á úrval af sterkbyggðum vögnum sem geta borið allt að 800 kg og henta sérstaklega vel til að flytja hurðir, girðingarefni, gifsveggi og annað efni í plötuformi. Við erum með stillanlegan plötuvagn sem hægt er að nota sem vinnubekk í þægilegri vinnuhæð. Það er einnig hægt að laga hann að plötum í mismunandi stærð.

Multi Trolley ™

Multi Trolley vagninn gerir einum einstaklingi kleift að flytja þungan og ólögulegan farm á öruggan og skilvirkan hátt. Vagninn er með fjórar stillanlegar stoðir og snúningshjól og þar af eru tvö þeirra læsanleg. Multi Trolley vagninn getur borið allt að 250 kg sem gerir hann kjörinn fyrir ýmis konar starfsemi, allt frá flutningafyrirtækjum til vöruhúsa. Vagninn er festur, með hjólin upp, á hliðina á hlutnum sem á að flytja og síðan má auðveldlega halla honum aftur niður á hjólin og rúlla vagninum af stað. Það gerir mögulegt fyrir einn einstakling að flytja þunga eða fyrirferðamikla hluti án hjálpar. Með því að nota vagninn minnkar þú hættuna á meiðslum og að hlutir skemmist og þú þarft ekki að lyfta þungum hlutum eða vinna í óþægilegum stellingum. Þetta er einfaldlega mjög fjölhæf og vinnuvistvæn vara sem er auðveld í notkun, hvort sem þú ert að flytja skrifstofuhúsgögn, sófa eða rúm.

Færanleg plötulyfta

Auðveldaðu þér vinnuna við að meðhöndla, lyfta og flytja plötuefni með færanlegri plötulyftu. Lyftan er gerð til að hægt sé að setja upp plötuefni á öruggan og einfaldan hátt þegar unnið er í mikilli hæð, til dæmis við loftið í rýminu. Þökk sé sterkri og stöðugri byggingu er plötulyftan örugg í notkun á hvaða undirlagi sem er og er með 70 kg hámarks burðargetu. AJ Vörulistinn er með úrval af flutningatækjum sem nota má í iðnaðarumhverfi og verslunum. Þau bjóða fyrirtækjum upp mikinn sveigjanleika. Tækin eru slitsterk og framleidd úr hágæða hráefnum. Hafðu samband ef þig vantar nánari upplýsingar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur