Snúningshjól

Inspiration & tips for easier worklife

Viltu gera starf þitt aðeins auðveldara?

Lestu greinar okkar til að fá ráð

Hjólasett fyrir vörur af ýmsu tagi

Flutningar eru einn mikilvægasti hlutinn af meðhöndlun vara í krefjandi umhverfi eins og í vöruhúsum. Ýmis konar flutningatæki, eins og vagnar, trillur og hjólbörur eru notuð til að flytja vörur á milli staða í vöruhúsum. Hjá AJ Vörulistanum seljum við vönduð hjólasett, sem þú getur set undir mismunandi flutningatæki til að laga þau að þínum þörfum og aðstæðum. Þú getur skoða úrvalið okkar af hjólasettum áður en þú velur það sem hentar þér best.

Loftfyllt hjól

Skoðaðu loftfylltu hjólin okkar, sem búin eru kúlulegum og eru mjög þýð í notkun. Þessi hjól eru með breiðan, mjúkan og kúptan snertiflöt sem skilur ekki eftir sig för á gólfinu. Mýktin gerir líka auðvelt fyrir hjólin að komast yfir þröskulda og aðrar hindranir og gerir að verkum að hægt er að nota þau utandyra og á ósléttu undirlagi. Loftfyllt hjól eru fáanleg í tveimur mismunandi útgáum - föst hjól og snúningshjól. Við seljum þessi hjól einnig í mismunandi stærðum og með mismunandi mikið burðarþol.

Pólýúretan hjól

Við seljum pólýúretan hjól sem geta borið mikla þyngd. Þessi hjól má nota undir tæki eins og vagna og hjólbörur sem þurfa að bera þungan farm í krefjandi aðstæðum. Dekkin eru gerð úr pólýúretan sem veitir ekki mikið viðnám og gerir að verkum að dekkin rúlla þýðlega yfir flestar gerðir undirlags. Þetta er efni sem veitir vörn gegn olíum, feiti og mörgum kemískum efnum. Hjólin þola einnig högg og mikið álag. Það gerir þau hentug fyrir iðnaðarumhverfi þar sem ýmsar vélar geta valdið miklum titringi. Við seljum hjólasett í mismunandi stærðum og með mismikið burðarþol. Það eru tvær tegundir í boði: Föst hjól og snúningshjól. Hjólin eru fáanleg með eða án bremsa.

Nælonhjól

Þessi hjól henta sérstaklega vel til að bera þungan farm en rúlla samt létt yfir gólfið. Nælonhjól skilja ekki eftir sig nein för á gólfinu. Þau eru tiltölulega létt en með mikið burðarþol og endingargetu. Við stofuhita er nælon með mikið þol gegn vatni, olíum, lífrænum leysiefnum og fleiru og því eru þessi hjól mjög hentug fyrir umhverfi þar sem slík efni eru mikið notuð. Þau eru með mismikla burðargetu eftir því hvaða tegund er valin. Við seljum föst hjól eða snúningshjól, sem einnig er hægt að fá með eða án bremsu.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur