Verslunarinnréttingar

Innréttingar fyrir litlar og stórar verslanir

Fyrir smásöluverslanir er mikilvægt að stilla vörunum upp þannig að þau laði að sér mögulega viðskiptavini. AJ Vörulistinn býður upp á úrval af útstillingarvörum, eins og samloku- og gangstéttarskilti, sölukörfur og verslunarhillur og að auki innkaupakörfur og lausatröppur sem gera upplifun viðskiptavinanna betri. Hér að neðan geturðu lesið nánar um lausnirnar sem eru í boði og valið þær sem best henta þínum þörfum.

A- laga auglýsingaskilti

A- auglýsingaskiltin okkar eru harðgerð og með sterkan ál eða stálramma. Þau hjálpa þér að vekja athygli á vörum, tilboðum og opnunartímum á auðveldan hátt. Mörg þeirra eru samanbrjótanleg sem gerir auðvelt að koma þeim í geymslu þegar þau eru ekki í notkun. Keyptu A-laga skilti og götuskilti frá AJ Vörulistanum til að auglýsa vörurnar betur fyrir utan verslunina.

Sölukörfur

Við bjóðum upp á mikið úrval af sölukörfum og vírkörfum sem eru fullkomnar fyrir verslanir. Þær gera þér auðvelt að stilla upp vörum eins og fótboltum, körfuboltum, höttum, möppum, minnisbókum og mörgu fleiru þannig að viðskiptavinirnir geti séð þær. Þær hjálpa þér að spara pláss og sýna allar vörurnar á árangursríkan hátt.

Verslanahillur

Hjá AJ Vörulistanum má finna hillusamstæður sem eru upplagðar til að geyma og sýna föt og aðrar vörur. Hillurnar má ekki aðeins nota fyrir útstillingar á fötum heldur einnig til að geyma matvæli. Verslunarhillurnar bjóða upp á nægt geymslupláss án þess að gera verslunina ósnyrtilega eða óskipulagða ásýndar. Þær eru auðveldar í þrifum og það eru einnig ýmsar gerðir fáanlegar sem hægt er að setja upp í kæligeymslum og henta því mjög vel til að geyma matvörur.

Rúllukollur

Rúllukollarnir okkar eru mjög hagnýtir og hjálpa þér að ná upp í hærri hillurnar á lagernum. Þeir eru léttir og auðvelt að færa þá til og eru búnir fjaðurspenntum hjólum sem rúlla létt yfir hvaða undirlaga sem er. Hjólin dragast inn um leið og stigið er á kollinn, sem gefur honum mikinn stöðugleika. Við bjóðum upp á rúllukolla úr plasti eða stáli. Fáður nánari vörulýsingar með því að smella á vöruna.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur