Auglýsinga- og upplýsingaskilti

Auglýsinga-og upplýsingastandar fyrir gangstéttir

Skoðaðu úrvalið okkar af gangstéttarskiltum, læsanlegum skilaboðatöflum og gólfskiltastöndum til að koma upplýsingum á framfæri við viðskiptavini á auðveldan hátt.

Komdu upplýsingum á framfæri fljótt og vel með A- götuskiltum

Auglýsingaskilti með A-laga ramma eru vinsæl til að auglýsa tilboð og sérkjör og vekja athygli vegfarenda þegar þeir eiga leið framhjá versluninni eða veitingastaðnum þínum. Létt, A-skilti úr áli er auðvelt í meðförum og einfalt að bera það inn í verslunina þegar kemur að lokum opnunartímans en það mun jafnframt þola að standa utandyra allan daginn án þess að ryðga. Svart A-skilti getur einnig verið stílhreinn og glæsilegur valkostur. Það er gert úr stáli með slitsterkt, duftlakkað yfirborð og vatnsheldan sýningarglugga úr plasti. Gangstéttarskilti nýtast líka mjög vel til að sýna opnunartíma, matseðla og aðrar mikilvægar upplýsingar.

Auglýsingaskilti og standar

Læsanlegir skilaboðaskápar eru mjög gagnlegir fyrir móttökusvæði eða almenn rými þar sem oft þarf að koma mikilvægum skilaboðum eða upplýsingum um komandi viðburði á framfæri við starfsfólk eða gesti. Hann kemur í veg fyrir að átt sé við tilkynningar sem hengdar eru upp og einnig að raki eða óhreinindi komist að þeim og geri þær óskýrar og illsjáanlegar. Læsanlegur skilaboðaskápur er góður valkostur fyrir skóla, opinberar byggingar, verslanir, skrifstofur og fleiri staði þar sem margir eiga leið um.

Komdu mikilvægum upplýsingum á framfæri með skiltastandi

Upplýsingastandar eru kjörnir fyrir anddyri hótela, söfn, kaffihús, veitingastaði, vörusýningar, ráðstefnur og aðrar aðstæður þar sem þú vilt geta komið upplýsingum á framfæri á fljótlegan og skýran hátt. Frístandandi skiltahaldara má auðveldlega færa til og staðsetja þar sem hans er þörf, eins og til dæmis í móttöku hótels til að beina gestum til herbergja sinna eða fyrir utan ráðstefnusal til að kynna dagskrá ráðstefnunnar eða sætaskipan. Fyrir utan upplýsingastanda er AJ Vörulistinn með úrval af tússtöflum, tilkynningatöflum, glertússtöflum og flettitöflustöndum sem hjálpa þér að koma skilaboðum á framfæri á vinnustaðnum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur