Utanhússvörur

Búðu til þægilegt útisvæði með réttu húsgögnunum

Fyrir utan að bjóða upp á skrifstofuhúsgögn sem hjálpa starfsfólkinu við vinnuna innandyra, er AJ Vörulistinn með úrval af vörum sem gerðar eru til notkunar utandyra. Með okkar hjálp geturðu búið til sérstakt reykingasvæði fjarri innganginum á skrifstofuna, öruggan stað þar sem starfsfólkið getur geymt reiðhjólin sín og margt fleira. Vörurnar okkar hjálpa þér að skipuleggja útisvæðið og halda því hreinu og snyrtilegu. Þú getur lesið nánar hér að neðan um mismunandi útivörur sem hjálpa þér að nýta útisvæðið sem best.

Sorphirða utandyra

Ef umhverfið fyrir utan vinnustaðinn er óþrifalegt getur það haft slæm áhrif á gesti, viðskiptavini og starfsmenn. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af öskubökkum og ruslakörfum sem hjálpa þér að halda útisvæðinu snyrtilegu. Einfaldasta leiðin til að tryggja að gengið sé frá rusli á réttan hátt er að hafa nógu margar aðgengilegar ruslatunnur. Það getur líka verið skynsamlegt að setja upp reykingaskýli fyrir utan vinnustaðinn. það skýlir reykingafólki og heldur umhverfinu hreinlegu. Þú getur valið um hefðbundnar ruslatunnur, ruslatunnur á hjólum, færanlegar endurvinnslutunnur eða veggfesta öskubakka, allt eftir því hvað hentar þínum aðstæðum.

Vetrarvörur og yfirbreiðslur

Á hverju hausti er nauðsynlegt að vera tilbúinn undir slæm veðurskilyrði og snjókomu. Það er mikilvægt að koma í veg fyrir að bílastæði, gangvegir og innangurinn að vinnustaðnum verði hættuleg yfirferðar í hálku. Notaðu snjóskóflur og saltdreifara til að fjarlægja snjó frá innganginum. Þú getur líka notað yfirbreiðsludúka til að breiða yfir búnað og útihúsgögn og verja þau gegn veðri og vindum. AJ Vörulistinn er með mikið úrval af útihúsgögnum og vörum sem hjálpa þér að halda útisvæðinu hreinu og snyrtilegu og skapa þægilegt umhverfi fyrir starfsfólk og gesti. Hafðu samband við okkur ef þig vantar aðstoð.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

GarðbekkirHjólarekkarStólar og Bekkir