Keyptu hjólagrindur og rekka til að geyma hjólin á öruggum stað

Aukinn áhugi á hjólreiðum gerir að verkum að það er einnig meiri þörf á öruggum reiðhjólageymslum. Það er því mikilvægt fyrir vinnuveitendur að bjóða starfsfólkinu upp á vinnustað sem er vel búinn reiðhjólastöndum og skýlum. Það er með einfaldari leiðum til að hvetja starfsfólkið til að hjóla í vinnuna og stunda heilbrigðari lífsstíl. AJ Vörulistinn býður upp á vandaðar og slitsterkar geymslulausnir fyrir reiðhjól sem henta öllum vinnuaðstæðum. Hér að neðan geturðu lesið nánar um hjólarekka og skýli sem í boði eru svo þú getir keypt það sem hentar þínum vinnustað best.

Reiðhjólagrindur

Við bjóðum upp á reiðhjólagrindur sem eru stílhreinar og fallegar en jafnframt veðurþolnar og gerðar úr endingargóðum efnum eins og galvaníseruðu stáli. Ef þú ert að leita að lausnum fyrir aðstæður þar sem plássið er takmarkað, er veggfesta hjólagrindin okkar frábær valkostur. Notendurnir geta auðveldlega lagt hjólunum sínum með annað hvort fram- eða afturhjólið í grindinni. Þannig er hægt að leggja mörgum hjólum hlið við hlið, jafnvel þótt þau séu með körfu á stýrinu eða með breið stýri. Ef plássið er nægt geturðu valið staðalútgáfuna okkar, sem hægt er að bolta við jörðina og hægt að leggja hjólum báðum megin við hana. Hjólagrindurnar okkar rúma mismörg reiðhjól hver.

Reiðhjólaskýli

Úrvalið okkar af nýtískulegum reiðhjólaskýlum eru gerð til að henta öllum aðstæðum, allt frá venjulegum vinnustöðum til skóla. Skýldu reiðhjólunum og eigendum þeirra fyrir regni og vindi með reiðhjólaskýlunum okkar sem eru fáanleg með bogadregna röragrind, sterka byggingu, gegnsæ þök eða bárujárnsþök og vélræna talnalása. Fyrir utan grunneiningarnar geturðu keypt viðbótareiningu sem bætir við geymsluplássi eins og þér hentar.

Fylgihlutir og reykingaskýli

Fyrir utan reiðhjólastanda og skýli bjóðum við upp á mikið úrval af fylgihlutum sem hjálpa þér að auka öryggið við vinnustaðinn. Til dæmis, erum við með festiakkeri sem hægt er að nota til að tryggja öryggi reiðhjóla, barnavagna, mótorhjóla og sláttuvéla. Þau taka lítið pláss og auðvelt er að festa þau við vegginn, loftið eða jörðina til gera umhverfið öruggara. Fyrir utan fyrrnefndar vörur bjóðum við einnig upp á reykingaskýli með sterkan ramma og traust þak úr akrýlplasti til að vernda reykingafólk gegn regni og vindum. Við getum líka hjálpað þér með allt sem fyrirtækið þarf fyrir útisvæði, þar á meðal öskubakka, stubbahús, póstkassa, yfirbreiðslur og vetrarvörur. Hafðu samband ef þig vantar aðstoð við val á vörum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

GarðbekkirStólar og Bekkir