Útihúsgögn

Húsgögn fyrir útisvæðið

Miklum hluta vinnuvikunnar eyðum við innandyra. Langir dagar án þess að njóta sólarljóss eða fesks lofts geta gert okkur þreytt og dregið úr afköstum. Með því að taka sér hlé frá vinnunni eða halda fundi utandyra verður starfsfólkið meira vakandi og mætir endurnært aftur á skrifstofuna. AJ Vörulistinn býður upp á úrval af útihúsgögnum sem mæta þörfum og fjárhag allra, allt frá kaffihúsastólum og borðum til garðbekkja. Hér að neðan geturðu lesið nánar um útihúsgögnin okkar og fundið þau sem henta þér.

Nýtískuleg útihúsgögn

Gott útisvæði eða verönd getur skipt miklu máli fyrir vinnustaðinn. Við eyðum meirihlutanum af vinnudeginum innanhúss og það er því mikilvægt að geta tekið sér stutt hlé utanhúss yfir daginn. Það er áhrifarík leið til að bæta vellíðan, auka afkastagetuna og örva sköpunargáfuna. Hjá okkur geturðu fengið allt sem þú þarft til að búa til notalegt útisvæði þar sem starfsfólkið getur slakað á, borðað hádegismatinn, spjallað saman, haldið fundi eða jafnvel hitt viðskiptavini á góðviðrisdögum. Við erum með lítil sófaborð, stærri útiborð, netta útistóla með undirstöður úr grönnum stálrörum, ásamt traustum hægindastólum úr spanskreyr. Fyrir hlýja sólardaga erum við með sólhlífar og fyrir kaldari daga bjóðum við upp á hitara fyrir veröndina. Flestir stólarnir eru staflanlegir sem sparar pláss þegar þeir eru settir í geymslu.

Útiborð og stólar

Með útiborðum og stólum má búa til notalega borðstofu utandyra fyrir starfsfólkið á góðviðrisdögum eða fyrir kaffihús eða veitingastaði. Vertu viss um að velja húsgögn sem þola mikla notkun og harkalega meðferð.

Garðbekkir

Útiborð með áföstum bekkjum eru klassísk húsgögn sem gera umhverfið utanhúss skemmtilegra. Þau henta vel fyrir skólasvæði, almenningsgarða, vinnusvæði, sundstaði og fleira. Við erum með bekkjarborð í mörgum mismunandi útgáfum og stærðum, með eða án sólhlífar í miðjunni og með eða án sætisbaks. Við erum einnig með garðbekki og garðsófa í bæði nýtískulegum og meira sígildum útgáfum. Útihúsgögnin okkar eru gerð úr slitsterkum gæðaefnum eins og gervireyr, aintwood og FSC merktri furu. Mörg útihúsgagnanna eru líka með mjög sterkar undirstöður úr stálrörum eða steypu. Þessi húsgögn eiga það sameiginlegt að þau þarfnast lítils viðhalds og endast í mörg ár. Það er skynsamlegt að kaupa verkfæraskáp eða útigeymslu undir vetrarvörur, eins og vegsalt, yfirbreiðslur og skóbursta. Hafðu samband við okkur ef þig vantar nánari upplýsingar eða aðstoð.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

SólhlífarBorðÚtiborðHúsgagnasettBaunapokar