Útishúsgögn sem standast öll veður

Margir eyða stærstum hluta vinnudagsins við skrifborðið innandyra, sem getur haft slæm áhrif á afköst þeirra. Það er gott fyrir heilsu starfsfólksins að komast út í ferskt loft öðru hvoru og því skynsamlegt fyrir fyrirtæki að útbúa góða aðstöðu fyrir þau utandyra. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af útihúsgögnum sem hjálpa þér að skipuleggja fullbúið útisvæði. Þú getur lesið nánar hér að neðan um útihúsgögnin frá AJ Vörulistanum.

Útistólar

Við erum með fjölbreytt úrval af útistólum sem henta vel fyrir garða, kaffi- og veitingahús eða fyrir útisvæði á vinnustöðum. Fyrirtæki geta einnig notað útistóla til að búa til vinnuaðstöðu utandyra fyrir starfsfólkið sitt. Við bjóðum meðal annars upp á staflanlega stóla, sem kemur sér vel þegar þeir eru settir í geymslu í lok dagsins eða yfir veturinn. Fyrirtæki sem eru að leita að stólum sem eru léttir og þarfnast lítils viðhalds ættu að skoða kaffihúsastólana okkar. Fyrir skrifstofur sem vilja bjóða starfsfólkinu upp á þægilegri stóla er hægt að kaupa sessur fyrir kaffihúsastólana.

Útiborð

Réttu borðin hvetja til samræðna milli starfsmanna. Hjá AJ Vörulistanum geturðu valið úr fjölbreyttu úrvali af borðum til að finna borð sem passar við útistólana. Ferhyrndu útiborðin okkar eru auðveld í viðhaldi, með undirstöður sem lítið fer fyrir og eru gerð úr gerviviði sem er vatnsþolinn og slitsterkur. Ef þú ert að leita að minna útiborði fyrir útisvæðið á vinnustaðnum eða kaffihúsinu geturðu skoðað ferningslaga borðin okkar. Hringlaga útiborðin okkar myndu einnig sóma sér vel á veröndinni.

Útihúsgögn

Fyrirtæki sem eru að leita að útihúsgögnum geta valið úr miklu úrvali af húsgagnasettum hjá okkur. Við bjóðum upp á húsgögn sem eru stílhrein og létt í útliti og hjálpa þér að skapa rétta andrúmsloftið fyrir útisvæðið. Reyrhúsgögnin okkar bjóða líka notendum upp á þægilegan stað til að slaka á í kaffitímanum eða í lok vinnudagsins. Þú getur valið úr mismunandi húsgagnapökkum og fundið þann sem hentar þínum aðstæðum. Þú getur lesið nánar um útihúsgögnin okkar á vefsíðu okkar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

SólhlífarBorðÚtiborðBaunapokar