Stólar til notkunar utandyra

Það getur haft neikvæð áhrif á starfsfólkið að eyða öllum vinnudeginum innandyra. Það getur ekki aðeins haft slæm áhrif á vinnu þeirra heldur einnig á andlega og líkamlega heilsu þess. Það er því mikilvægt fyrir vinnuveitendur að gefa starfsfólkinu kost á að komast út í ferskt loft öðru hvoru. Vel skipulagt og þægilegt útisvæði með góðum útihúsgögnum getur hjálpað starfsmönnum við vinnuna. AJ Vörulistinn selur bæði skrifstofuhúsgögn og útihúsgögn þannig að þú getir boðið starfsfólkinu upp þægilegar aðstæður allan vinnudaginn. Þú getur lesið nánar hér að neðan um útistólana sem eru í boði og valið þá sem henta þínum þörfum best.

Staflanlegur kaffihúsastóll með örmum

Staflanlegu kaffihúsastólarnir okkar eru fáanlegir í svörtum lit og eru einföld og stílhrein lausn fyrir útisvæðið. Þeir passa vel við hvaða útiborð sem er. Stóllinn er með álgrind og er klæddur með svörtum gervi spanskreyr. Stóllinn er slitsterkur, viðhaldsfrír og auðveld að stafla upp þegar hann er ekki í notkun.

Kaffihúsastólar

Þessi klassísku útihúsgögn eru gerð úr gervi spanskreyr og þarfnast ekki viðhalds. Þau eru stílhrein í útliti og með grind úr álrörum sem gera þau mjög létt. Stólunum má stafla upp þegar þeir eru ekki í notkun, sem sparar pláss þegar þeir eru settir í geymslu.

Aðrar gerðir af útihúsgögnum

Fyrir utan útiborð og stóla er AJ Vörulistinn einnig með úrval af annars konar útihúsgögnum fyrir útisvæðið. Vörur eins og sólhlífar og sorptunnur hjálpa þér að skapa fullkomið andrúmsloft fyrir viðburði utandyra. Fyrirtæki sem vilja setja upp notalegt svæði utandyra geta valið úr garðbekkjum. Þau geta einnig keypt heil útihúsgagnasett frá okkur til að búa til þægilegt og notalegt útisvæði. Hafðu samband við okkur ef þig vantar aðstoð við að finna húsgögn sem henta þínum þörfum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

ÚtiborðHúsgagnasett