Mötuneytið og kaffistofan

Mötuneytishúsgögn

Á kaffistofunni geta starfsmenn tekið sér matarhlé og rætt saman. Það er mikilvægt að vinnuveitendur bjóði starfsfólkinu upp á vönduð mötuneytishúsgögn þar sem þau geta setið í þægindum áður en þau halda aftur til starfa. AJ Vörulistinn býður upp á margar mismunandi gerðir af húsgögnum fyrir mötuneyti og kaffistofur, þar á meðal stóla, barstóla, borð, vagna og fleira. Mötuneytisstólarnir okkar henta mörgum mismunandi aðstæðum, eins og barnaskólum, menntaskólum, skrifstofum o.fl.. Stólarnir eru fáanlegir með á milli 260 og 495 mm sætishæð sem hentar börnum jafnt sem fullorðnum. Þú getur valið úr mismunandi litum sem passa við aðra innviði vinnustaðarins, allt frá látlausum litum eins og birki, beyki, gráum og svörtum til skærari lita eins og bláum, appelsínugulum og grænum lit. Flestir stólarnir okkar eru staflanlegir, sem auðveldar hreingerningar og gerir að verkum að þeir taka lítið pláss í geymslu. Margir þeirra eru með rúnnaða frambrún sem gerir þá þægilegri. Plaststólarnir okkar eru ódýrari valkostur. Þeir eru auðveldir í þrifum, harðgerðir og þola mikið álag. Þú getur valið um bólstraðað eða óbólstraða stóla úr mismunandi hráefnum. Við bjóðum líka upp á stólavagna til að flytja stólana á auðveldan hátt. Mötuneytisborðin okkar eru hagnýt og á góðu verði. Þau eru fáanleg á milli 460 og 810 mm að hæð, 700 til 1730 mm breið og 600 til 2000 mm löng. Við eru með borð sem eru hringlaga, ferhyrnd og sporöskjulaga, allt eftir því hvað þér hentar. Þar sem flest borðin okkar eru gerð úr viðarlíki eða viðarspón, þarfnast þau ekki mikil viðhalds. Ef þig vantar fleiri en eitt borð fyrir kaffistofuna eru hringlaga borð á súlufæti góður kostur. Þessi borð henta 3-4 manneskjum og hvetja til samskipta á milli þeirra sem sitja við þau. Við bjóðum líka upp á felliborð sem má brjóta saman og setja í geymslu þegar þeirra er ekki þörf. Borðplöturnar fást í mismunandi litum og undirstöðurnar má fá grálakkaðar, krómaðar og í fleiri litum. Veitingavagnarnir okkar fást í mismunandi stærðum og með 2-4 hillur. Þeir eru gerðir úr ryðfríu stáli, sem er mjög slitþolið. Handföngin gera auðvelt að stýra þeim. Vagnarnir okkar eru auðþrífanlegir og henta mismunandi aðstæðum. Hafðu samband við okkur ef þig vantar meiri upplýsingar um mötuneytishúsgögnin okkar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

MötuneytisborðStandborðSamfellanlegir stólar