Glæsileg barborð

Falleg barborð sem auðvelt er að finna stað

Góð sæti skipta ekki aðeins miklu máli á heimilinu, heldur einnig á skrifstofum, verslunum og almenningsrýmum. Hagnýtir og þægilegir stólar og borð geta ekki aðeins sinnt upprunalegu hlutverki sínu, heldur hjálpað þér að vekja aðdáun og athygli gesta, starfsfólks og tilvonandi viðskiptavina. Með það í huga selur AJ Vörulistinn mikið úrval af barstólum og standandi borðum sem henta flestum aðstæðum og fyrirtækjum. Þú getur lesið nánar hér að neðan og valið þau húsgögn sem henta þínum þörfum.

Barborð á súlufæti

Gefðu hvaða rými sem er klassíska ásýnd með því að velja barborð úr valhnotu. Hvort sem þú ert að borða morgunverð á skrifstofunni eða úti að borða á kaffihúsi eða veitingastað munu þessi borð uppfylla þínar þarfir. Borðin eru með sterka grind sem hvílir á þungum súlufæti sem gefur þeim mikinn stöðugleika. Borðin eru með fótstall þar sem hægt er að hvíla fæturna á meðan setið er á háum barstól. Borðplatan er gerð úr MDF, með rennilegt yfirborð úr spóni, sem gerir auðvelt að strjúka af henni. Þú getur einnig valið tvöfalt barborð ef þú þarft að koma fleira fólki fyrir.

Samfellanlegt barborð

Þú getur keypt hjá AJ Vörulistanum ýmis afbrigði af samfellanlegum barborðum sem eru stílhrein, þægileg og bjóða upp á sveigjanleika. Þau eru sniðug lausn fyrir ýmis fyrirtæki þegar kemur að því að halda ráðstefnur, fundi og sýningar og einnig fyrir veislur og aðra viðburði. Borðin eru með endingargóðar og slitsterkar borðplötur úr plasti sem hvíla á sterkum, galvaníseruðum ramma. Ramminn er samfellanlegur sem gerir auðvelt að koma þeim fyrir í geymslu þegar þau eru ekki í notkun. Borðin er hægt að nota bæði innan- og utandyra. Þú getur einnig notað þessi borð í bland við viðeigandi barstóla. Ef þú þarft að nota borðin við formlegri viðburði má klæða þau með fallegum borðdúkum til að gefa þeim glæsilegt yfirbragð. Borðin fást í tveimur mismunandi litum, svörtum og hvítum.

Hæðarstillanleg barborð

Fyrir viðburði þar sem þörf er á mjög aðlögunarhæfu borði er hæðarstillanlegt barborð mjög hagnýtur valkostur. Hægt er að hækka eða lækka undirstöðuna eftir þörfum með sveif undir borðplötunni. Þú getur notað það sem klassískt standborð eða lækkað það svo hægt sé að nota það sem sófaborð. Það er að sjálfsögðu einnig hægt að nota barstóla með öllum barborðunum okkar. Í vissum tilfellum er það viðeigandi og í öðrum er það ekki nauðsynlegt. Það er okkur mikilvægt að borðin okkar séu þægileg og hagnýt í notkun. Þess vegna leggjum áherslu að borðin og stólarnir okkar séu vönduð og gerð úr hágæða hráefnum. Það er hægt að stilla barborði upp við hliðina á móttökuborði, til dæmis, og nota það undir bæklinga eða koma gerviplöntu fyrir á borðinu til að búa til meira aðlaðandi andrúmsloft. Hafðu samband við okkur ef þig vantar aðstoð.