Hæðarstillanleg borð fyrir standandi fundi

Mörg fyrirtæki eru í dag að hanna standandi fundarherbergi þar sem fundargestir geta staðið við hæðarstillanleg borð. Stillanlegt fundarborð leyfir þér að breyta um líkamsstöðu þannig að þú þurfir ekki að vera of lengi kyrr í óþægilegri stöðu. Standandi borð lífga upp á hefðbundna fundi og ráðstefnur með því að gera fundargestum mögulegt að færa sig til.

Modulus húsgagnalínan

Nýjasta viðbótin við Modulus vörulínuna, sem hönnuð er innanhúss hjá AJ, er hæðarstillanlegt fundarborð sem gerir auðvelt að skipta á milli standandi og sitjandi funda. Borðið er með rafstýrða hæðarstillingu sem knúin er af tveimur mótorum. Með því að einfaldlega þrýsta á hnapp geturðu fljótt og auðveldlega skipt á milli þess að sitja eða standa við borðið. Þú getur bætt við virkum stólkollum svo líkamsstaðan verði mitt á milli þess að sitja og standa og haldi líkamanum virkum.

Nútímalegir vinnustaðir með hæðarstillanlegum skrifborðum

Standandi fundarherbergi eru orðin ómissandi hluti af skrifstofubyggingum nútímans. Þau gefa starfsfólkinu góða ástæðu til að standa upp, hreyfa sig, örva blóðrásina og bæta heilsuna við vinnuna. Úvalið okkar af hæðarstillanlegum fundarborðum passar við nánast hvaða litasamsetningu sem er. Að auki, er með einingahúsgögnunum okkar alltaf mögulegt að bæta einingum við borðið ef þörf krefur í framtíðinni.

Velferð á vinnustaðnum

Að leggja áherslu á velferð á vinnustaðnum getur bætt afköst starfsmanna og verið þeim hvatning. Þar að auki, getur það eflt orðspor þitt meðal framtíðarstarfsmanna og fækkað veikindadögum núverandi starfsmanna. Standandi fundarborð geta haft jákvæð áhrif á velferð innan fyrirtækisins. Virk fundarherbergi sem sköpuð eru með sveigjanleika í huga hjálpar fólki að vera sveigjanlegt í hugsun og hvetur til skapandi hugmynda sem knýja fyrirtæki áfram. Skoðaðu vörurnar sem eru í boði til að fá nánari upplýsingar. Við getum hjálpað þér að finna réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki. Þú getur fundið allar helstu vörur sem öll fyrirtæki þurfa á að halda, allt frá skrifborðum, skrifstofustólum og móttökuhúsgögnum til hillusamstæðna og lyftibúnaðar fyrir vöruhúsið.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LoftljósRáðstefnustólarGerviblómBorðvagnarGeymsla