Skrifstofuvagnar

Vinnuvistvænir og hagnýtir vagnar fyrir skrifstofur

Á flestum skrifstofum þarf reglulega að flytja ýmis skjöl, skrifstofubúnað og aðra hluti frá einum enda skrifstofunnar til annars. Skrifstofuvagnar eru því mjög mikilvægir því þeir hjálpa þér að flytja hluti á skipulegan hátt. Þegar vagnarnir eru ekki í notkun nýtast þeir einnig sem skjalaskápar. AJ Vörulistinn selur skrifstofuvagna sem eru hannaðir til að uppfylla nánast allar þarfir þínar. Hér má sjá ýmsa eiginleika sem skrifstofuvagnarnir okkar búa yfir.

Stærð og burðargeta

Við bjóðum upp á skrifstofuvagna í öllum stærðum og gerðum og með mismunandi mikla burðargetu. Þannig geturðu valið vagna sem henta þínum þörfum fullkomlega. Að auki eru vagnarnir okkar með 1-3 hillur sem gefur þér aukalegt geymslupláss eða pláss fyrir hluti sem þarf að flytja. Ef þú ert að leita að vögnum með mikið burðarþol til að flytja þunga hluti erum við með vagna sem geta borið allt að 3500 kg.

Slitsterkt og endingargott efni

Vagnarnir okkar eru gerðir úr plasti, plötustáli, vírneti eða viðarlíki með málmramma, sem gerir þá harðgerða og endingargóða. Að auki er margir vagnanna með hillur úr harðpressuðu viðarlíki sem er rispuþolið, auðvelt í viðhaldi og þolir leka og mikinn hita. Það gerir vagnana fullkomna fyrir daglega notkun. Hins vegar, ef þig vantar sterkbyggðari vagna eru pallvagnarnir okkar gerðir til notkunar í krefjandi aðstæðum og gerðir úr efnum sem eru bæði slitsterk og endingargóð.

Vinnuvistvænir skrifstofuvagnar sem minnka álag á líkamann

Á hverri skrifstofu má finna ýmis skjöl, prentarapappír, skrifstofuvörur og aðra hluti sem þarf að flytja milli staða innan fyrirtækisins. Á meðan starfsfólk í byggingariðnaði og vöruhúsum leggja mikla áherslu á öryggi þegar verið er að meðhöndla og lyfta vörum vill það oft sitja á hakanum á skrifstofum. Ef flutningavagn er notaður á skrifstofunni þarf ekki að bera hlutina með sér og auðveldara verður að flytja þá þangað sem þeirra er þörf. Skjalavagn hjálpar þér einnig að halda utan um mikilvæg skjöl og hafa þau aðgengileg við skrifborðið. AJ Vörulistinn er með skrifstofuvagna sem mæta þínum þörfum.

Póstdreifing á vinnustaðnum

Póstdreifingarvagnar hjálpa þér að koma pósti til starfsfólks á mismunandi stöðum á vinnustaðnum á auðveldan og fljótlegan hátt. Það eru mismunandi útgáfur í boði svo þú getur valið hvort körfur eða hillur henti betur fyrir þær póstsendingar sem þú þarft venjulega að koma til skila. Póstvagn með körfu hentar betur fyrir bréfapóst og litla pakka á meðan hillan er með meira pláss fyrir stærri pakka.