Kynningabúnaður og fylgihlutir

Búnaður fyrir kynningar

Góð framsetning getur hjálpað þér sem starfsmanni að sýna þig eða fyrirtækið í sem bestu ljósi og er ein besta leiðin til að fræða, upplýsa, hvetja eða sannfæra starfsfólk og viðskiptavini. Til að koma á framfæri vel skipulagðri og faglegri kynningu sem kemur þínum hugmyndum vel á framfæri þarf rétta búnaðinn. Hjá AJ Vörulistanum bjóðuð við upp á fjölbreytt úrval af vörum sem geta hjálpað þér að setja saman góða kynningu eða undirbúa vinnufund. Hér að neðan má lesa meira um mismunandi tegundir af kynningarbúnaði og velja þann sem hentar þínu fyrirtæki best.

Flettitöflur

Flettitöflurnar okkar henta bæði skrifstofum og menntastofnunum af öllu tagi. Nánast allar flettitöflurnar okkar eru á standi sem gerir auðvelt að færa þær til. Þú getur valið úr mismunandi gerðum, eins og færanlegum flettitöflustöndum, með eða án hjóla og Ultimate flettistöflustöndunum sem eru samanbrjótanlegir og taka því mjög lítið pláss.

Glertússtöflur

Glertússtöflur eru nútímaleg og gagnleg hjálpartæki fyrir kynningar á fundum og ráðstefnum.Við erum með mikið úrval af töflum með sín sérkenni, eins og rúnnuð horn, snúanlegar töflur, töflur með viku- eða mánaðarskipulag og margt fleira. Þú getur valið þá töflu sem hentar þínu fyrirtæki best.

Tilkynningatöflur

Við bjóðum upp á tilkynningatöflur af ýmsum gerðum, úr dúk eða kork, litlar og stórar og sumar í formi heimskorts. Úrvalið okkar inniheldur allt frá klassískum skipulagstöflum til nýtískulegri afbrigða með hljóðdeyfandi eiginleika. Ein einfaldasta leiðin til að muna mikilvægar dagsetningar eða verkefnalista, ef þú vilt ekki fá tilkynningar í símann, er að festa minnisblöð og tilkynningar á töflu nærri skrifborðinu. Þannig geturðu líkað losnað við lausa pappíra og minnismiða af skrifborðinu og haldið því snyrtilegu. Þú getur fengið nánari upplýsingar með því að smella á hverja vöru.

Tússtöflur

Við bjóðum upp á tússtöflur sem fáanlegar eru í mismunandi útgáfum og henta hvaða vinnuumhverfi sem er. Þú getur valið um segulmagnaðar tússtöflur án ramma, tússtöflur á hagkvæmu verði, þrefaldar tússtöflur og snúanlegar töflur. Hafðu endilega samband við okkur ef þig vantar hjálp við að finna réttu vöruna.