Hjá AJ finnurðu rétta búnaðinn fyrir kynningar
Kynningar eru meðal mikilvægustu verkefna í mörgum fyrirtækjum og þær þarf að setja fram á sem allra bestan hátt. Það er nauðsynlegt þegar stýra þarf fundum, kynna vörur eða koma mikilvægum upplýsingum til starfsmanna. Góð kynning hjálpar þér að koma þínum hugmyndum á framfæri og upplýsa starfsfólk og viðskiptavini um mikilvægustu atriði og áætlanir. AJ Vörulistinn býður upp á hágæða vörur fyrir kynningar, ásamt fylgihlutum. Hreinsiúði
Við bjóðum upp á mjög hagnýta hreinsiúða sem hjálpa þér að hreinsa öll ummerki eftir tússtöflupenna. Þeir nýtast mjög vel þegar hreinsa þarf tússtöflur vandlega og eru betri kostur en að nota vatn með þvottaefni þar sem það getur skilið eftir sig bletti og skaðað yfirborðið. Það er því mikilvægt að nota hreinsiúða sem er sérstaklega hannaður til að hreinsa tússtöflur án þess að valda skemmdum á yfirborði töflunnar. Úðinn fjarlægir ekki aðeins öll för eftir tússpenna heldur einnig fingraför og bletti og hreinsar yfirborðið algerlega. Hann þornar líka fljótt og því er hægt að nota töfluna nánast strax og búið er að hreinsa hana. Úðarnir okkar eru lífbrjótanlegir og eiturefnalausir sem gerir þá einnig að góðum kosti fyrir skóla.Segulmagnaðir töflupúðar
Segulmagnaður töflupúði er mjög hagnýtur fylgihlutur með tússtöflunni. Yfirborð hans er mjúkt og hann þurrkar vel út öll ummerki af töflunni. Töflupúðinn er segulmagnaður þannig að hægt er að festa hann beint á yfirborð töflunnar. Hafðu samband við okkur ef þig vantar nánari upplýsingar um aðra fylgihluti. Skriffletir
AJ Vörulistinn býður upp á margs konar vörur fyrir fundarherbergi, eins og flettitöflur, glertússtöflur og tilkynningatöflur. Flettitöflur eru tilvaldar fyrir kynningar og eru mjög góður valkostur við hefðbundnar, veggfestar töflur. Glertússtöflurnar okkar eru einnig mjög hagnýt og hentug kynningartæki. Að auki erum með alla fylgihluti sem þú þarft, eins og hreinsivörur, segla, tússpenna og töflupúða.