Tússtöflur

interior design inspiration

Ertu að leita að ráðum um innanhússhönnun á vinnustað?

Lestu greinar okkar til að fá innblástur

Tússtöflur

Fundir eða hugmyndavinna nær ekki miklum árangri án viðeigandi hjálpargagna. Það er því skynsamlegt að fjárfesta í tússtöflum til að skrifa niður mikilvæg atriði, minnispunkta og hugmyndir eða rissa upp myndir. Hjá AJ Vörulistanum færðu tússtöflur sem sinnt geta mismunandi þörfum og hægt er að nota á skrifstofum, í fundarherbergjum og jafnvel í kennslustofum. Hér fyrir neðan má sjá ítarlegri upplýsingar um mismunandi tegundir af tússtöflum sem við seljum.

Hagkvæmar tússtöflur

Tússtöflurnar okkar fást í mismunandi stærðum. Þú getur valið þá stærð sem hentar þér best, allt eftir því hvar þú vilt staðsetja töfluna. Töflurnar úr eru með yfirborð úr glerungi sem er auðveldur í þrifum og þolir mikla notkun án þess að eiga á hættu að rispast. Yfirborðið er að auki segulmagnað sem gerir mögulegt að nota segla til að festa mikilvægar upplýsingar á töfluna. Þú getur keypt tússtöflupenna sem hægt er að nota til að skrifa skilaboð og tilkynningar á töfluna og stroka þær siðan út án þess að skilja eftir för. Það má einnig fá tússtöflur með segulmagnað yfirborð úr stáli.

Segulmagnaðar skipulagstöflur

Með segulmögnuðu skipulagstöflunum okkar geturðu sett upp skipulag fyrir allt árið. Töflurnar eru með lóðrétta dálka sem sýna mánuðina og lárétta dálka sem sýna vikudagana. Þær eru kjörin lausn þegar kemur að því að skipuleggja fundi, ýmis verkefni, eða frídaga starfsfólksins. Töflurnar eru með látlausan, gráan ramma og hornvarnir úr plasti. Pennahilla fylgir hverri töflu þannig að þú getur haft tússpennana innan seilingar. Þú getur jafnvel keypt lítríka segla sem þú getur notað til að uppfæra eða breyta forgangslista mismunandi verkefna. Töflunum fylgja festingar til að hengja þær upp á vegg þannig að þær séu vel sýnilegar.

Tvíhliða, snúanlegar tússtöflur.

Tvíhliða, segulmagnaðar tússtöflur sem henta mjög vel fyrir kynningar og fundi í fundarherberginu. Báðar hliðar eru með yfirborð úr hágæða glerungi sem gefur þér nægt pláss til að skrifa. Þú getur jafnvel notað þessar töflur sem tilkynningatöflur á skrifstofunni þar sem þær eru með segulmagnað yfirborð og á hjólum. Þú getur notað segla til að setja mikilvæg skilaboð eða áminningar upp á töfluna og fært hana milli staða á fljótlegan hátt. Þú getur einnig keypt hjá okkur töflupúða, límbönd og segla. Það að auki erum við með margar nýjar glertússtöflur af mismunandi gerðum og í ólíkum litum og þar af er ein þeirra sniðug blanda af tússtöflu og skilrúmsvegg. Smelltu á lýsingar á hverri vöru til að fá nánari upplýsingar eða hafðu samband við okkur.