Skrifstofuborð- borð fyrir alla skrifstofuna

Borð, skrifborð og vinnustöðvar fyrir skrifstofuna

Fyrirtæki geta komið vörumerki sínu og menningu á framfæri með hönnun og yfirbragði húsgagnanna á skrifstofunni. Húsgögnin hafa bein áhrif á frammistöðu starfsfólksins í vinnunni. Það er því nauðsynlegt fyrir þig að fjárfesta í húsgögnum sem eru þægileg fyrir starfsfólkið auk þess að vera endingargóð og auðveld í viðhaldi. Það er lykilatriði fyrir fyrirtækið að finna réttu vinnuborðin fyrir starfsfólkið. Þau fást í mörgum mismunandi stærðum og útgáfum og lögun borðplötunnar, hvor sem hún er bein, hringlaga eða hornlaga, uppfyllir hvaða þarfir sem er. Við bjóðum upp á mikið úrval af borðum, skrifborðum og vinnustöðvum sem henta mismunandi aðstæðum, frá skrifstofunni til vöruhússins.

Skrifborð fyrir fyrirtæki

Á skrifstofum fyrirtækja, í skólum, hótelum, sjúkrahúsum og fjölmörgum öðrum vinnustöðum má finna borð af öllu tagi. Frá mötuneytis- og kaffistofuborðum til sófaborða fyrir móttökuna og kaffihúsa- og barborða fyrir hótel, eru borðin okkar hönnuð fyrir mismunandi vinnuaðstæður. Vörurnar okkar eru hugvitsamlega hannaðar og framleiddar úr hágæða hráefnum. Við leitumst við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á hagnýtar vörur á góðu verði sem uppfylla þarfir þeirra.

Borð fyrir fundar- og stjórnarherbergi

Við bjóðum upp á fundarborð af ýmsum gerðum sem sinnt geta mismunandi þörfum. Rétta stærðin fyrir þitt fyrirtæki fer eftir stærð og lögun fundarherbergsins. Það er líka mikilvægt að hafa í huga megintilgang rýmisins. Til dæmis er lítið, hringlaga fundarborð ákjósanlegt fyrir fundarstaði sem, til dæmis, eru ætlaðir fyrir hugflæðisfundi og teymisvinnu. Stórt, ferhyrnt borð er kjörið fyrir fundi með viðskiptavinum eða stjórnar- eða stjórnendafundi. Mjó, ferhyrnd borð sem hægt er að raða saman í skeifulaga uppsetningu nýtast best fyrir kynningar. Það auðveldar þeim sem heldur kynninguna að nálgast hvern einstakan fundargest.

Vinnustöðvar og vinnubekkir sem hjálpa þér að bæta afköstin

Vinnubekkir eru nauðsynlegir í vöruhúsum, verkstæðum og öðrum aðstæðum þar sem unnið er með höndunum. Þessir bekkir þola mikla notkun og álag af völdum þungra tækja og véla. Við getum einnig boðið upp á pökkunarborð, sem eru tilvalin fyrir pökkunarvinnu og létta samsetningarvinnu. Ef þú þarft að innrétta allt vinnurýmið eða þig vantar hjálp með einstakar vörur erum við tilbúin að aðstoða þig. Hafðu samband og við hjálpum þér að finna réttu húsgögnin fyrir þinn vinnustað.