Tölvuborð fyrir öll vinnusvæði

Hjá AJ Vörulistanum bjóðum við upp á mikið úrval af borðum sem henta öllum vinnusvæðum: Frá skrifstofum og móttökum til verkstæða og vöruhúsa. Flestar borðplöturnar eru gerðar úr hágæða viðarlíki og hvíla á stálundirstöðu, sem gerir borðin auðveld í þrifum og endingargóð. Við leitumst við að bjóða upp á skrifstofuhúsgögn sem eru hagnýt og jafnframt hagkvæm í innkaupum. Þar sem mörg störf krefjast þess að setið sé við tölvuskjá löngum stundum, bjóðum við upp á tölvuborð sem eru hæðarstillanleg og þægileg. Lestu eftirfarandi lýsingar til að læra meira um borðin okkar og hjálpa þér að finna það sem hentar þér best.

Standandi tölvuborð

Standandi tölvuborðin okkar eru á milli 700 mm og 1380 mm að lengd og 500 og 920 mm að breidd. Þau eru með beyki- eða birkilitaðar borðplötur og gráar stálundirstöður. Þú getur stillt hæðina á milli 660 og 1180 mm, allt eftir því hvaða útgáfu þú velur. Það leyfir þér að skipta um vinnstellingu án neinna óþæginda. Hægt er að setja mörg borð saman til þess að búa til sameiginlegt vinnupláss.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

Skrifstofu- og ráðstefnuhúsgögn