Fundarborð fyrir fundarherbergið

Fundarborð af öllu tagi

Allar mikilvægar ákvarðanir og umræður eiga sér stað í fundarherberginu. Það eru rými sem auðvelda samvinnu og stuðla að því að skipst sé á hugmyndum sem knýja reksturinn áfram. Það er því mikilvægt að búa til fundarherbergi sem stuðlar að afkastamiklu og skapandi umhverfi í samræmi við menningu fyrirtækisins. Hjá AJ Vörulistanum gerum við okkur grein fyrir því hversu mikilvægt það er að í fundarherberginu sé jafnvægi á milli forms og notagildis. Húsgögnin okkar eru hönnuð til að vera stílhrein og glæsileg en eru jafnframt endingargóð og búa yfir mörgum hagnýtum eiginleikum.

Hvernig á að velja rétta fundarborðið

Fundarborð eru fáanleg í fjölmörgum stærðum og gerðum sem henta mismunand þörfum. Þú getur því fundið borð sem hentar þínum þörfum og skipulagi fundarherbergisins. Það fer ekki aðeins eftir stærð og lögun fundarherbergisins hvaða borð er best fyrir þitt fyrirtæki, heldur einnig hver megintilgangur rýmisins er og hvaða skilaboðum þú vilt koma á framfæri. Til dæmis eru hringlaga fundarborð kjörin fyrir skapandi fundi og hugmyndavinnu þar sem þau hvetja til samstöðu og samvinnu og fær þáttakendur til að finnast þeir standa jafnfætis öðrum fundargestum. Á hinn bóginn gefa ferhyrnd fundarborð fundinum agaðra og formlegra yfirbragð og má nota til að leggja áherslu á mismunandi stöðu viðstaddra. Fundarborð af því tagi hentar mjög vel fyrir sölukynningar fyrir viðskiptavini og einnig fyrir fundi stjórnenda eða stjórna fyrirtækja. Spöröskjulaga fundarborð fer bil beggja með því að færa fundargesti betur saman en ferhyrnd borð en gefa fundinum formlegra andrúmsloft. Það getur verið snjall valkostur fyrir fyrirtæki sem eru aðeins með eitt rými fyrir fundi af öllu tagi. Samfellanleg fundarborð geta hins vegar verið góður kostur fyrir fyrirtæki sem verða að nýta takmarkað pláss á sem bestan hátt. Þau eru líka kjörin fyrir ráðstefnusali eða hótel sem leigja út sali þar sem auðvelt er að stilla þeim upp á mismunandi vegu fyrir mismunandi viðburði, eins og fyrir námskeið, viðskiptafundi eða stjórnarfundi. Fyrir námskeið er hægt að raða borðunum upp í skeifulaga raðir þar sem auðveldara er fyrir þátttakendur að ná augnsambandi við aðra og fyrir þann sem stýrir að nálgast hvern einstakling. Ef þú átt í erfiðleikum með að velja rétta borðið fyrir þitt fyrirtæki hafðu þá samband og við aðstoðum þig með ánægju.

Fundarborð sem henta þínu fyrirtæki

Fundarherbergi má finna á skrifstofum, skólum, hótelum, sjúkrahúsum og mörgum öðrum stöðum og því eru fundarborðin okkar hönnuð til að henta mismunandi aðstæðum. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af borðum, allt frá hefðbundnum fundarborðum með yfirborð úr viðarlíki fyrir þá sem leggja áherslu á notagildi og endingargetu til nýtiskulegri valkosta. Borð úr dökkum viði hafa lengi verið vinsæl en nútímalegri fundarborð eru hreinlegri í útliti, sem hentar vel fyrirtækjum sem vilja gefa rýminu nýtískulegri blæ í samræmi við framsýnni fyrirtækismenningu. Mörg fyrirtæki velja svört eða hvít fundarborð með einlitar undirstöður í andstæðum lit eða rennilega, krómhúðaða undirstöðu. Það er eftirtektarverð hönnun sem lítur til framtíðarinnar en ekki fortíðar. Þar að auki passa hvít, svört eða grá fundarborð vel við stóla í hvaða lit sem er, hvort sem þú vilt halda þig við mínímalískt yfirbragð með látlausum litum eða skapa skemmtilegra og afslappaðra andrúmsloft með meira áberandi litavali. Hæðarstillanleg fundarborð eru frumlegri valkostur fyrir framsækin fyrirtæki þar sem það má skipta milli þess að sitja við þau eða standa. Standandi fundir eru auðveld leið til að bæta líkamlegri hreyfingu inn í vinnudaginn og henta vel fyrir fyrirtæki sem vilja leggja áherslu á að bæta heilsu starfsfólksins. Standandi fundir eru oft stuttir og árangursríkir og leiða til skjótra ákvarðana þar sem starfsfólkið er meira vakandi og virkara þegar það er standandi. Ekki gleyma að það geta kannski ekki allir staðið allan tímann og því eru hæðarstillanleg borð fullkominn valkostur þar sem þú ræður því hvenær viðeigandi er að standa eða sitja. Skoðaðu úrvalið okkar til að finna fundarborð sem hentar þínu fyrirtæki.

Hvernig á að skipuleggja fundarherbergi: fullbúin lausn

Gott fundarherbergi þarf meira en bara rétta fundarborðið. Það er mikilvægt að hafa nógu marga fundarstóla til að enginn fundargesta þurfi að standa án þess að þó að of þröngt verði í herberginu. Það er því sniðugt að vera með aukastóla og stólavagn við hendina til að hægt sé að bæta við sætum þegar þess er þörf. Helst þyrfti að vera um eins metra bil frá fundarborðinu og stólunum að veggnum. Þannig getur fólk komið og farið á auðveldan hátt án þess að trufla aðra fundargesti. Að auki þarf að gera ráð fyrir nægu plássi fyrir ýmsan hjálparbúnað, eins og tússtöflur, hliðarborð, sýningartjöld og fleira. Ef plássið er lítið eða stutt er í að þörf verði á meira rými getur verið skynsamlegt að skoða einingahúsgögn eða stækkanlegt fundarborð sem hægt er að laga að breyttum aðstæðum. Þannig þarftu ekki að fjárfesta í algjörlega nýjum húsgögnum eftir því sem fyrirtækið stækkar en getur bætt við þau sem fyrir eru. Það er lausn sem er bæði umhverfisvæn og fjárhagslega hagkvæm. Einnig þyrfti að gera ráð fyrir nauðsynlegum tæknibúnaði frá byrjun. Leitaðu að fundarborðum sem gera ráð fyrir snúrum og köplum þannig að þú getir tengt fartölvur við rafmagn á aðgengilegan hátt. Það kemur í veg fyrir að snúrur liggi um allt gólf, sem eykur hættu á að einhver hrasi um þær og þýðir að minni tími fer í að leita að rafmagnsinnstungum. Innréttaðu herbergið með snjallskjám sem auðvelt er að tengjast við. AJ Vörulistinn býður upp á fullbúna lausn fyrir þitt fundarherbergi. Skoðaðu vöruúrvalið okkar til að finna þau húsgögn sem mæta þínum þörfum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LoftljósRáðstefnustólarGerviblómBorðvagnarGeymsla