Pakki með fundarborði og stólum

Office design case study

Virk skrifstofa: starfaðu þar sem hugurinn þinn er, ekki þar sem skrifborðið þitt er!

Lesa meira

Fundarborð og stólar sem breyta útliti skrifstofunnar

Fundarherbergi þurfa meira en bara fundarborð. Borðunum þurfa að fylgja þægilegir stólar. AJ Vörulistinn býður upp á heildarlausn fyrir þitt fundarherbergi. Skoðaðu úrvalið okkar til að finna réttu húsgögnin fyrir þig.

Húsgagnasett fyrir fundarherbergi

Þetta þægilega, flotta og stílhreina húsgagnasett sómir sér vel á öllum vinnustöðum. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af húsgögnum á hagkvæmu verði. Hvort sem þú rekur lítið einkafyrirtæki eða stórfyrirtæki þá erum við með fundarborð og stóla sem henta þínum þörfum. Sumar pakkalausnir okkar innihalda klappstóla fyrir fyrirtæki sem eru með takmarkað pláss.

Nýtískuleg húsgögn fyrir fundarherbergið

Það fer eftir stærð borðsins, og því hversu margir eiga að sitja við það, hvaða undirstöður henta best. Ef borðið er til dæmis með fjóra fætur eða trompetlaga súlufæti er hægt að bæta við sætum við sitt hvorn endann. Fyrir fundarherbergi þar sem sætaskipan er breytt reglulega eru staflanlegir stólar góður kostur. Með stólavagni er bæði hægt að stafla, flytja og geyma stóla á hagnýtan hátt. Fyrir fundi þar sem fólk þarf að standa upp og setjast nokkrum sinnum eru snúningsstólar mjög hentugir. Bættu við góðum fylgihlutum til að leggja lokahönd á fundarherbergið á vinnustaðnum. Þú getur, til dæmis, bætt við hillu með rúm fyrir ýmsar skrifstofuvörur, tússtöflu eða einn eða fleiri skápa. Hafðu samband við okkur ef þig vantar nánari upplýsingar og við aðstoðum þig með ánægju.

Skandinavísk hönnun fyrir fundarherbergið

Fundir eru kannski ekki eitthvað sem þú hlakkar til þegar þú vinnur á skrifstofu. Notalegt andrúmsloft og hönnun sem fær fundargesti til að líða vel hefur mikil áhrif á hversu árangursríkir fundirnir eru. Okkar stílhreinu húsgagnasett eru tímalaus í útliti og fullkomin fyrir skrifstofur nútímans. Nýtískuleg húsgögn gefa fundar- eða stjórnarherberginu vandað útlit og yfirbragð. Það gerir að verkum að fundargestum líður vel og þeir missa ekki einbeitinguna á meðan á fundinum stendur. Fyrir utan að vera falleg og aðlaðandi eru húsgögn með skandínavíska hönnun yfirleitt einnig mjög hagnýt. Þú getur bætt við ræðupúltum eða tússtöflum til að búa til heildarlausn fyrir fundarherbergið. Með mikið úrval af húsgögnum fyrir skrifstofur og fundarherbergi í boði getur AJ Vörulistinn útvegað þér allt sem þarf.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LoftljósRáðstefnustólarGerviblómBorðvagnarGeymsla