Samfellanleg aukaborð

Felliborð fyrir mötuneyti og fundarherbergi

Hvort sem þú ert í matarhléi eða á spjalli við samstarfsfólk yfir kaffisopa á skrifstofunni, eru góð kaffistofuhúsgögn mjög mikilvæg. Samfellanleg borð eru mjög góður valkostur þegar kemur að þess háttar húsgögnum. Hjá AJ Vörulistanum geturðu valið úr miklu úrvali af felliborðum og samanbrjótanlegum borðum. Veldu það sem hentar þér úr fjölbreyttu úrvali af hráefnum, stærðum, litum og undirstöðum. Bættu svo við klappstólum í sama stíl. Þú getur lesið meira um borðin okkar hér að neðan.

Borð með yfirborð úr plasti

Borðin okkar með borðplötur úr plasti eru mjög endingargóð, auðveld í viðhaldi og hægt að nota þau bæði innan- og utandyra. Plastið er gert úr rispuþolnu HD pólýetýlen sem hrindir frá sér óhreinindum og þolir útfjólubláa geisla. Öll borðin frá AJ sem eru með borðplötu úr plasti eru með sterkbyggða, samfellanlega stálgrind, sem er mjög nett og því létt að burðum. Þannig færðu fjölhæft borð sem auðvelt er að flytja, setja upp og færa til.

Mismunandi tegundir af undirstöðum

Borð með samfellanlegar undirstöður gera þér mögulegt að innrétta rými fljótt og auðveldlega og það er einnig auðvelt að flytja þau til og koma þeim fyrir í geymslu. Burtséð frá því hvernig borð þú ert með þá erum við með flutningavagn sem passar við það! Hvaða undirstöður henta borðinu fer eftir því hvernig nota á borðið. Sumar undirstöður henta betur en aðrar í ýmsum aðstæðum. Fyrir sölusýningar er hæðarstillanleg undirstaða mjög hentug á meðan samfellanleg undirstaða hentar betur í veislum. Allar samfellanlegu undirstöðurnar okkar eru hannaðar þannig að fljótlegt og auðvelt er að setja borðin upp og taka þau niður aftur.

Samfellanleg fundarborð

Á ráðstefnum og fundum er nauðsynlegt að vera með traust og stöðug borð með gott yfirborð þar sem hægt er að leggja niður fartölvu eða skrifa niður minnispunkta. Fundarborðin okkar eru sterkbyggð og þú getur valið um þrjár mismunandi undirstöður: lakkaðar, krómhúðaðar eða svartar. Þær eru hannaðar þannig að nægt pláss er fyrir fæturna. Borðið er með þykka borðplötu úr hvítu eða svörtu viðarlíki eða beyki- eða birkilíki. Samfellanleg borð eru einnig hagnýt sem aukaborð eða aukalegt geymslupláss. Á vörusýningum er gott að setja upp bæklingastanda og þú getur auðveldlega búið til þinn eigin bás með því að setja upp skilrúm á milli tveggja borða. Þú getur lesið nánar um felliborðin okkar með því að smella á viðkomandi vörulýsingu eða haft samband við okkur og við aðstoðum þig með ánægju.