Mötuneytisstólar - stólar fyrir kaffi- og matartíma

Mötuneytis- og kaffistofustólar

Allir starfsmenn vilja taka sér hvíld við aðstæður þar sem þeir geta slakað á. Það er aðeins hægt ef þú sem vinnuveitandi býður upp á aðlaðandi og notalegt hvíldarsvæði á vinnustaðnum. Ein leið til þess er að fjárfesta í nýtískulegum mötuneytishúsgögnum eins og borðum, stólum, viðarskilrúmum og jafnvel barstólum. AJ Vörulistinn býður því upp á fjölbreytt úrval af húsgögnum fyrir mötuneyti. Þú getur fengið meiri upplýsingar hér að neðan um mismunandi mötuneytisstóla.

Mötuneytisstólar

AJ Vörulistinn selur fallega og sterkbyggða stóla sem eru ekki aðeins kjörnir fyrir kaffistofuna á skrifstofunni heldur einnig fyrir kaffihús, krár, setustofur og fleiri staði. Gefðu kaffistofunni vandaðra yfirbragð með þessum stólum. Við erum með marga mötuneytisstóla sem eru með bólstraða setu, grind úr stálrörum, bólstrað sætisbak og þykkbólstraða. Fyrir utan kaffistofur og mötuneyti, eru þessir bólstruðu stólar fullkomnir fyrir veislur, ráðstefnur, fyrirlestra og fleiri viðburði. Þessir stólar eru staflanlegir, sem sparar mikið pláss. Það kemur sér líka mjög vel þegar gera þarf gólfið hreint. Stólarnir eru með innbyggt handfang í bakinu sem gerir enn auðveldara að lyfta þeim upp til að stafla þeim.

Mötuneytisstólar

Yfir daginn getur verið nauðsynlegt að skúra gólfið í matsalnum aftur og aftur, sérstaklega eftir matmálstíma. Létt húsgögn eins og samfellanlegir og staflanlegir stólar og borð eru auðveld í meðförum og því einfalt að setja þau til hliðar á meðan verið er að gera hreint. Þú getur valið úr mörgum léttum mötuneytisstólum hjá okkur og um mismunandi liti og stærðir sem blanda má saman eftir þörfum. Þú getur keypt stóla með rúnnaða frambrún sem getur létt álaginu af aftanverðum lærunum og gerir stólinn þægilegri til setu.

Fylgihlutir

Fyrir utan mötuneytisborð og stóla erum við einnig með fylgihluti eins og sessur og tappa úr gúmmí eða filtefni til að vernda gólfið og draga úr skraphljóðum. Við seljum einnig vagna til að flytja stóla á öruggan hátt á milli staða. Hafðu samband við okkur ef þig vantar nánari upplýsingar eða aðstoð.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

MötuneytisborðStandborðSamfellanlegir stólar