Falleg kaffistofuborð

Storing valuables and confidential documents - guide

Psst: Sjáðu ráðin okkar um hvernig eigi að geyma trúnaðarskjöl og verðmæti

Lestu leiðbeiningar okkar

Kaffistofuborð fyrir allar aðstæður

AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af húsgögnum fyrir mismunandi svæði á vinnustaðnum, allt frá vinnubekkjum fyrir verkstæði til borða fyrir kaffistofur. Vörurnar okkar eru gerðar úr vönduðum hráefnum og hugvitsamlega hönnuð. Við leitumst við að bjóða viðskiptavinum okkar hagnýta vöru sem mætir þeirra þörfum, á hagkvæmu verði. Hjá AJ Vörulistanum má finna mikið úrval af mötuneytisborðum og stólum sem hjálpa vinnuveitendum að innrétta mötuneytið eða kaffistofuna fyrir starfsfólkið. Hér að neðan má lesa meira um vöruúrvalið okkar.

Mötuneytishúsgögn

Mötuneytisborðin okkar nýtast mjög vel í stórum matsölum eins og á leikskólum, skólum, menntaskólum, skrifstofum og þess háttar. Þau eru fáanleg á milli 460 og 750 mm á hæð, 600 til 2000 mm að lengd og milli 700 og 1000 mm að breidd. Þessi húsgagnalína inniheldur borðplötur með mismunandi lögun eins og ferhyrnd, hringlaga, bogadregnar og ferningslaga. Borðin okkar eru gerð til að vera endingargóð og eru með borðplötur úr viðarlíki sem er auðvelt í þrifum og viðhaldi. Mötuneytisstólarnir okkar eu fáanlegir með sætishæð allt frá 260 mm að 495 mm. Þú getur keypt bólstraða eða óbólstraða stóla sem eru gerðir úr plasti, málmi og/eða viði.

Pakkalausn

Við erum einnig með pakkalausnir sem henta flestum fyrirtækjum vel. Til dæmis samanstendur Milla mötuneytispakkinn af einu sporöskjulaga 1000x1800 mm borði og 6 fallegum og staflanlegum stólum. Þú getur valið úr mismunandi litum: appelsínugulum, grænum, rauðum, hvítum, fjólubláum, bláum, svörtum, eik, beyki og birki. Það er auðvelt að þrífa húsgögnin sem gera þau að frábærum valkosti fyrir matsali í skólum, mötuneyti og kaffistofur. Góð pakkalausn getur verið hagkvæm lausn fyrir þitt fyrirtæki.

Barstólar og borð

Barborð má nota standandi eða sitjandi á barstól. Þessi frístandandi borð sóma sér vel á kaffihúsum og börum. Fyrirtæki nota barborð fyrir standandi fundi og stutt samtöl. Barborðin okkar eru fáanleg í mismunandi litum og með mismunandi áferð. Hringlaga valhnotuborðin okkar eru í aðlaðandi, klassískum stíl á meðan ferhyrnt barborð með viðaræðaáferð getur gefið rýminu nýtískulegra yfirbragð. Barstólarnir okkar eru fáanlegir með sætishæð á milli 735 og 830 mm og sætisbreidd á milli 340 og 470 mm. Þú getur jafnvel keypt bólstraðan barstól til að sitja í meiri þægindum.

Samfellanleg húsgögn

Samfellanleg borð eru mjög góður kostur fyrir stóra matsali þar sem margir koma saman. Þessi borð gera auðvelt að rýma svæðið á fljótlegan hátt. Það gerir auðveldara að halda matsalnum þrifalegum. Bættu við samfelllanlegum eða staflanlegum stólum sem auðvelt er að setja í geymslu.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

StandborðSamfellanlegir stólar