Nýtiskulegir og stílhreinir úti- og garðbekkir

Hjá AJ Vörulistanum má finna hágæða húsgögn sem henta ekki aðeins skrifstofum, verkstæðum og vöruhúsum heldur einnig útisvæðum eins og görðum, almenningsgörðum, veröndum og skólalóðum. Útihúsgögnin okkar eru kjörin til að búa til þægilegt og afslappandi umhverfi í garðinum þínum eða á útisvæði kaffihússins. Við erum með mikið úrval af garðbekkjum sem eru fallegir útlits og mjög slitsterkir. Bekkirnir gera mögulegt að skipuleggja útisvæðið þannig að starfsfólk geti notað það í kaffi- eða matartímum eða fyrir stuttar hvíldarstundir þegar veðrið er hlýtt og notalegt.

Garðbekkir

Við bjóðum upp á úrval af viðarbekkjum til notkunar utandyra. Ef þú ert að leita að klassískum og slitsterkum útihúsgögnum eru þessir stílhreinu bekkir frábærir valkostir. Þessir bekkir eru fullkomnir fyrir almenningsgarða, skóla, háskóla eða aðrar aðstæður þar sem þörf er á sætum utandyra. Til að setja glæsilegan svip á veröndina er hægt að velja nýtískulega garðbekki. Ef þú vilt hvetja til góðra samræðna og samskipta milli notenda, getur verið gott að velja bekki án sætisbaks. Í vöruúrvalinu okkar má finna bekki úr náttúrulegum viði og viðarlíki, sem báðir þola rigningu og slæm veðurskilyrði. Skoðaðu vöruúrvalið okkar og veldu þá bekki sem best henta þínum aðstæðum.

Nestisborð

Eitt af nýjustu nestisborðunum okkar er klassískt og sterkbyggt borð gert úr norrænni furu. Viðurinn er vottaður af FSC, sem þýðir að furan kemur frá svæðum sem styðja við sjálfbæra skógrækt. Nestisborð er fullkominn valkostur ef þú ert að leita að alhliða lausn. Það má nota við allar aðstæður utandyra þar sem fólk kemur til að slaka á , eins og í almenningsgörðum, útikaffihúsum, skólaleikvöllum og fleiri stöðum.

Útihúsgagnasett

Við erum einnig með húsgagnasett sem eru kjörin fyrir ýmsa viðburði utanhúss. Eins og garðhúsgögnin okkar bjóða þau upp á heildarlausn sem inniheldur útiborð og stóla eða bekki. Hins vegar, má fella þessi húsgögn saman og setja þau í geymslu eftir notkun sem gerir þau hentugri fyrir notkun á útihátíðum, veislum og veröndum en á svæðum þar sem þau myndu vera í notkun árið um kring. Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að finna réttu húsgögnin fyrir þínar aðstæður. Hjá AJ Vörulistanum geturðu fundið fjölbreytt úrval af vörum fyrir útisvæði. Við erum ekki aðeins með garðhúsgögn heldur einnig sólhlífar, tjöld og margt fleira.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

SólhlífarBorðÚtiborðHúsgagnasettBaunapokar