Verkfæravagnar

Hilluvagnar sem nýtast sem færanlegar vinnustöðvar eða geymslupláss

Í krefjandi aðstæðum eins og í verksmiðjum, vöruhúsum og verkstæðum þurfa að vera góðar og öruggar geymslur fyrir verkfæri. Verkfæri og búnaður sem þar er notaður er nauðsynlegur fyrir starfsfólkið í daglegum störfum þess. Ef þau eru ekki geymd á öruggan hátt geta verkfærin skemmst eða týnst. AJ Vörulistinn býður upp á verkfæravagna sem nýtast líka sem verkfærageymslur. Þú getur skoðað úrvalið okkar af vögnum hér að neðan og valið þá sem hentar þér best.

Verkfæravagn

Við seljum verkfæravagna sem henta mjög vel fyrir verkstæði og verksmiðjur. Þeir eru mjög rúmgóðir og nógu sterkbyggðir til að þola álagið sem fylgir krefjandi umhverfi. Einn valkostur er í grunninn geymslukassi á hjólum.Hann býður upp á gott geymslupláss fyrir verkfæri og ýmsa fylgihluti. Þú getur líka notað þennan flutningavagn sem færanlega vinnustöð þar sem hægt er að nota lokið sem vinnuborð. Hægt er að læsa lokinu með hengilás. Vagninn er með tvö stór og föst hjól og tvö minni snúningshjól sem gera auðvelt að stýra honum. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af verkfæravögnum með mismikið geymslupláss eða fjölda af skúffum, allt eftir því hver þörfin er.

Verkstæðisvagn

Við seljum sterkbyggða verkstæðivagna sem aðallega eru ætlaðir til að flytja og geyma verkfæri í vöruhúsum og verkstæðum. Rammi þeirra er gerður úr endingargóðu, duftlökkuðu stáli. Vagnarnir eru framleiddir í mismunandi útgáfum, með mismunandi fjölda af hillum og skúffum og mismikið burðarþol, þannig að þú getur fundið þann sem hentar þínum þörfum. Með hillum og skúffum eru þessir færanlegu vinnubekkir mun hentugri fyrir flutninga í þannig umhverfi þar sem þú getur fært vinnustöðina að hverju verkefni. Vagnarnir eru með fjögur hjól og þar af eru tvö föst hjól og tvö snúningshjól. Þeir eru með handfang á annarri hliðinni sem gerir auðvelt að draga hann eða ýta honum áfram.

Verkfæravagnar

Allir verkfæravagnarnir okkar eru með einhvers konar geymslupláss í formi hillna, skúffa eða skápa. Vagn með skúffum er fullkominn fyrir hluti eins og hallamál og málbönd, eða minni verkfæri eins og skiptilyklasett. Stærri vagn með skápum er kjörinn fyrir verkfærakassa, til dæmis. Það eru margir möguleikar í boði og hvaða valkostur hentar þér best fer er eftir hversu mikið af verkfærum þú þarft að hafa með þér. Til dæmis erum við með vagna með læsanlegum hurðum og skúffum, sem gæti hentað þér ef þú vilt vera með vagn undir þín eigin verkfæri eingöngu. Ef þú ert að leita að sveigjanlegum verkfæravagni þar sem skipt er um innihald er vagn með færanlegum hillum góður kostur.