Böggla- og brettagrindur

Inspiration & tips for easier worklife

Viltu gera starf þitt aðeins auðveldara?

Lestu greinar okkar til að fá ráð

Böggla- og brettagrindur sem auðvelda flutninga á vörum

Öll fyrirtæki með vörugeymslu þurfa hentuga lausn til að flytja vörur á skilvirkan hátt frá flutningabílum inn og út úr vöruhúsinu eða lagernum eða út á verslunargólfið. Við bjóðum upp á mkið úrval af böggla- og brettagrindum sem hjálpa þér að finna þá lausn sem hentar þér best.

Auðveldaðu hleðslu og flutninga með bögglagrindum

Bögglagrindur eru upplagðar til að flytja pakka, kassa og aðrar óbrettaðar vörur frá framleiðslulínu til vöruhúss, til sendibíla og á sölustaði. Opnar hliðar gera að verkum að fljótlegt og auðvelt er að hlaða og afferma bögglagrindurnar. Þú getur valið bögglagrindur með 2 eða 3 hliðar. Háar hliðarnar styðja við vörurnar og gera auðvelt að stafla upp kössum án þess að þeir hrynji á hliðina. Bögglagrindur sem hægt er að fella inn í hverja aðra eru líka sérstaklega hentugar þegar þær eru ekki í notkun því það er hægt að fella þær saman og setja þær í geymslu án þess að þær taki mikið pláss.

Tryggðu öryggi varningsins með læsanlegri bögglagrind

Ólíkt venjulegri bögglagrind er öryggisgrind ekki með neinar opnar hliðar og með þak sem kemur í veg fyrir að hægt sé að komast að vörunum án þess að opna hliðin. Þar sem hliðunum er læst með hengilás er ekki hægt að opna þau í óleyfi. Læsanleg öryggisgrind dregur úr hættunni á þjófnaði þegar grindin er notuð við vöruflutninga á flutningabílum og gerir starfsfólkinu mögulegt að skilja hana eftir á búðargólfinu án áhættu.

Haltu utan um smávörur með brettagrind

Það getur verið erfitt að halda utan um óbrettaðar vörur í geymslu. Einföld lausn til að geyma lausar smávörur getur verið að nota vírnetskörfur. Það er hægt að koma þeim fyrir á bretti og geyma í brettarekka en flestar útgáfurnar eru með hurð á hjörum á framhliðinni, sem gerir auðvelt að teygja sig inn og ná í vörurnar. Þú getur líka valið færanlega bögglagrind sem myndi gefa þér læsanlega geymslu fyrir smávörur og auðvelt er að færa þangað sem hennar er þörf. Færanleg bögglagrind er nauðsynlegt flutningatæki fyrir flest vöruhús. Þegar þú hefur fundið réttu bögglagrindina þarftu að tryggja að aðrir hlutar flutningaferlisins virki jafn vel. AJ Vörulistinn er með mikið úrval af öðrum búnaði fyrir vörumeðhöndlun, eins og sekkjatrillur, pallvagna, kassakerrur og fleiri tæki sem sinnt geta þínum þörfum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur