Vöruhúsa-og verkstæðisskápar

Storing valuables and confidential documents - guide

Psst: Sjáðu ráðin okkar um hvernig eigi að geyma trúnaðarskjöl og verðmæti

Lestu leiðbeiningar okkar

Sterkbyggðir og endingargóðir stálskápar

Geymslupláss er mikilvægur hluti af flestum vinnustöðum, þar á meðal skrifstofum, vöruhúsum og verksmiðjum. Það er nauðsynlegt þegar þörf er á að geyma hluti eins og verkfæri, lítil tæki og vélar, skjöl og möppur, ritföng og fleira. Þess vegna býður AJ Vörulistinn upp á mjög fjölbreytt úrval af verkfæraskápum fyrir fyrirtæki sem vilja geyma hluti sem mikið eru notaðir í öruggri geymslu. Hér að neðan má skoða nánari lýsingu á geymsluskápum á góðu verði frá okkur.

Djúpir geymsluskápar

Við bjóðum upp á skápa úr heilsoðnu stáli sem við flokkum sem sérstaklega djúpa vegna þess hversu rúmgóðir þeir eru. Þessir skápar eru sérstaklega slitsterkir og henta vel til notkunar í krefjandi umhverfi eins og í vöruhúsum og verkstæðum. Fyrir utan að nota þá í vöruhúsum nýtast þeir einnig vel á skrifstofunni. Þeir búa einnig yfir ýmsum góðum eiginleikum eins og færanlegum hillum, stillanlegum fótum og fleiru. Til dæmis, ef þú ert með mikið magn af hlutum sem þarf að geyma geturðu fjárfest í aukahillum til að bæta við meira geymsluplássi. Stillanlegir fætur gera auðvelt að stilla skápunum upp á ósléttum gólfum. Þessir skápar bjóða upp á mjög örugga geymslu, með þriggja punkta lás og sérstaklega styrktum hurðum.

Fullbúnir verkfæraskápar

Ertu að leita að heildarlausn sem sinnt getur öllum geymsluþörfum þínum? Þá ertu á réttum stað. AJ Vörulistinn er með fjölbreytt úrval skápum þar sem geyma má ýmis tæki, tól og búnað. Verkfæraskáparnir okkar nýtast best í krefjandi aðstæðum eins og í vöruhúsum, verkstæðum og verksmiðjum. Það eru mismunandi gerðir í boði, með mismunandi innréttingar. Sumir þeirra eru með skúffur þar sem geyma smáhluti af ýmsu tagi.

Eldfastur efnageymsluskápur .

Það er nauðsynlegt að geta verndað viðkvæman og dýran búnað gegn eldsvoða og fyrirtæki þurfa að fjárfesta í réttu lausnunum til þess. Þess vegna bjóðum við upp á eldtrausta skápa. Þessir skápar uppfylla skilyrði ISO 1182, alþjóðlegs staðals fyrir eldtraustar geymslur. Þeir eru með ramma og hurðir úr tvöföldum stálplötum. Skáparnir eru duftlakkaðir með eldföstu efni og eru mjög sterkir, stöðugir og endingargóðir. Fyrir utan þessa eldtraustu skápa erum við með fjölda annarra geymslueininga, eins og læsanlegra vagna á hjólum, lyklaskápa og fleira. Skáparnir okkar eru misstórir og breytilegir í lögun þannig að þú ættir að geta fundið skápa sem henta þínum þörfum og aðstæðum. Skoðaðu vöruúrvalið okkar til að fá nánari upplýsingar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur