Smáhlutaskápar

Smáhlutaskápar til að halda utan smávörur

Við hjá AJ höfum hannað fyrir þig hillur, smáhlutabakka og kassa sem eru gerðir til að búa til einfalda og fyrirferðalitla geymslulausn. Haltu utan um jafnvel minnstu smáhluti og skrifstofuvörur með þessum sniðugu smáhlutageymslum frá okkur þannig að þú getir fundið það sem þú leitar að á fljótlegan hátt. Smáhlutaskápunum okkar er skipt niður í smáhlutahillur og skápa með stærri geymslukössum. Þú getur valið úr mismunandi valkostum til að halda utan um brigðirnar!

Smáhlutaskápar

Smáhlutaskáparnir okkar innihalda smáhlutabakka og eru hannaðir til að halda utan um nagla, skrúfur, bolta, varahluti og aðra smáhluti sem auðvelt er að týna. Framhliðin er opin þannig að innihaldið er vel sýnilegt og auðvelt að finna það sem leitað er að. Skápurinn er með færanlegar hillur, sem má staðsetja í hvaða hæð sem óskað er. Hver hilla getur borið allt frá 20 til 120 plastbakka þar sem geyma má aðskilda smáhluti. Skáparnir okkar eru gerðir úr sterku, duftlökkuðu stáli, sem gerir þá trausta og endingargóða. Plastbakkarnir eru gerðir úr pólýprópýlen, sem þolir sýrur, ýmis íðefni, og smurolíur. Plastbakkarnir eru með handföngum sem gera auðvelt að færa þá til. Þeir eru með merkimiða að framan til að merkja innihaldið. Skáparnir fást í mismunandi stærðum.

Skápar með geymslubökkum

Þessir stóru geymsluskápar eru gerðir úr plötustáli með duftlakkað yfirborð og þola mikinn þunga og mikla notkun. Þessar geymslueiningar henta vel fyrir krefjandi aðstæður eins og í verksmiðjum og verkstæðum. Hver hilla getur borið allt að 100 kg. Með þeim fylgja Euro bakkar. Þessir plastbakkar eru gerðir úr pólýprópýlen sem þolir hitastig frá -40°C til +90°C. Þessir bakkar eru tilvaldir til að aðskilja og geyma ýmis verkfæri og búnað. Þar sem bakkarnir eru með sléttar innri hliðar og botn eru þeir auðveldir í þrifum. Eins og smáhlutabakkarnir okkar eru þessir bakkar staflanlegir þannig að þeir taka lítið pláss í geymslu. Þeir þola útfjólublátt ljós, eru höggþolnir, þrifalegir og matvælavottaðir og hjálpa þér að halda utan um verkfæri og smáhluti á skipulegan hátt.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur