Notaðu tölvuskápa til að vernda tölvurnar gegn ryki og óhreinindum

Vinnurðu við aðstæður þar sem þú þarf að verja tölvuna gegn ryki og óhreinindum og jafnvel gegn þjófnaði? EF það er raunin ættirðu að skoða úrvalið af tölvuskápum sem í boði eru hjá AJ Vörulistanum. Suma þeirra má líka nota sem vinnuborð þar sem þú getur unnið við tölvuna á öruggan hátt. Meðal þess sem við bjóðum upp á eru skápar fyrir tölvuskjái og lyklaborð, vinnuborð, fyrirferðalitlir tölvuskápar og fleira. Þú getur kynnt þér vörurnar nánar hér að neðan. .

Tölvuskápar

Fjárfestu í sterkbyggðum tölvuskáp fyrir tölvuskjáinn og lyklaborðið. Markmið okkar er að gera þér mögulegt að vernda tölvuna gegn óhreinindum og ryki í verksmiðjum og verkstæðum. Til þess er tölvuskápurinn okkar besti kosturinn. Skápurinn er gerður úr plötustáli og er einnig búinn útdraganlegri hillu fyrir lyklaborðið, ásamt læsanlegri hurð. Þú getur komið skápunum fyrir á skrifborðum eða tölvuborðum. Þú getur einnig fest þá upp á vegg, allt eftir því hvað hentar þér. Skáparnir eru tilvaldir fyrir allar aðstæður þar sem hætta er á að óhreinindi komist í tölvuna, eins og verksmiðjur, verkstæði, vöruhús og svipaða vinnustaði.

Tölvuskápur með vinnuborð

Við seljum tölvuskápa sem virka líka sem vinnustöðvar í iðnaðarumhverfi þannig að þú hefur gott pláss til að vinna á meðan tölvubúnaðurinn er varinn gegn ryki og óhreinindum. Þessir skápar koma í veg fyrir að óhreinindi komist inn í tölvubúnaðinn. Þetta er vinnustöð með læsanlegum og loftræstum skáp sem rúmar tölvuskjá í hefðbundinni stærð og útdraganlega hillu fyrir lyklaborð að auki .Skápurinn verndar ekki aðeins búnaðinn heldur er einnig vinnuvistvænn fyrir notandann að auki. Snúrugöt hjálpa þér að koma í veg fyrir snúruflækjur.

Fyrirferðalítill tölvuskápur

Litli tölvuskápurinn okkar gerir þér mögulegt að læsa inni tölvuna, tölvuskjáinn og annan búnað í einum skáp til að vernda búnaðinn gegn ryki, óhreinindum og höggum án þess að taka of mikið pláss á vinnustaðnum. Við erum með tvo valkosti í boði: Einn með fasta hillu fyrir lyklaborð utan á skápnum og annan með læsanlega, útdraganlega hillu fyrir lyklaborð og mús, sem við mælum með fyrir aðstæður þar sem mikið er um ryk. Skápurinn er með litla hurð á hliðinni sem leyfir þér að komast að tölvunni, til dæmis til þess að kveikja á henni, án þess að opna aðalhurðina. Innbyggð vifta og loftræsting með síu kemur í veg fyrir að búnaðurinn ofhitni. Fyrir utan þessa skápa erum við með ýmsar aðrar gerðir af tölvuskápum ásamt fylgihlutum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur