Ræstivörur

Keyptu ræstingavörur og vagna hjá AJ Vörulistanum

Þú getur fundið mikið úrval af hreinsivörum hjá AJ Vörulistanum sem hjálpa þér að gera hreint fljótt og vel og á reglubundinn hátt. Við bjóðum upp á úrval af ræstingavögnum sem hjálpa þér að halda vinnustaðnum hreinum og snyrtilegum. Við bjóðum einnig upp á handvirka gólfsópa sem nota má til að halda gólfum í vöruhúsum, verksmiðjum og verslunum hreinum ásamt hreinsivörum til daglegrar notkunar, þannig að þú getur fundið allt sem þig vantar á sama stað.

Gerðu gólfið hreint á auðveldan hátt með handvirkum gólfsóp

Handstýrður gólfsópur er auðveldur í notkun og hagkvæmur kostur fyrir alla staði með mikið gólfpláss eða malbikað útisvæði. Tæki af þessu tagi getur hreinsað stór svæði fljótt og vel. Sópurinn er kjörinn fyrir samsetningarsvæði, vöruhúsagólf og svipaðar aðstæður þar sem hann ræður við stærri hluti eins og pökkunarbönd en líka minna rusl eins og pappír og nagla. Það má einnig nota hann utandyra á sand, steina eða lauf, til dæmis. Sópurinn er með hæðarstillanlega snúningsbursta að framan (til að hreinsa brúnir og horn á auðveldan hátt) og að neðanverðu (til að sópa ruslinu í geyminn.

Birgðu þig upp af ræstingavörum

Það er stefna AJ Vörulistans að þú getir fundið allt sem þú þarft fyrir vinnustaðinn á einum stað og því bjóðum við upp á nauðsynlegar hreinsivörur, eins og pappírsþurrkur og skammtara. Við seljum einnig moppur fyrir mismunandi gerðir af gólfum. Fáðu allt sem þú þarft á einum stað! Fyrir utan úrvalið okkar af hreingerningavögnum og vörum er AJ Vörulistinn með viðamikið úrval af sorp- og endurvinnslutunnum sem hjálpa þér að halda vinnustaðnum og umhverfinu snyrtilegu og hreinu, innan- jafnt sem utandyra. Þar á meðal eru körfur undir pappírsrusl á skrifstofunni og sturtugámar fyrir iðnaðarsorp. Þú getur séð vörurnar á vefsíðu okkar og skoðað í leiðinni úrvalið okkar af skrifstofuhúsgögnum, lyftitækjum, öryggisbúnaði og fleiru.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur