Sturtugámar

Inspiration & tips for easier worklife

Viltu gera starf þitt aðeins auðveldara?

Lestu greinar okkar til að fá ráð

Sturtugámar í ýmsum útgáfum

AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af vörum eins og sturtugámum, ruslavögnum og fleiru til að hjálpa þér að flokka sorp. Sturtugámarnir okkar eru, til dæmis, fáanlegir í mismunandi stærðum og með mismikla burðargetu. Þeir eru gerðir til að nota með gaffallyfturum og þola mikið álag. Hér að neðan geturðu lesið nánar um mismunandi tegundir og eiginleika sturtugámanna og keypt þá sem henta þér best.

Sjálfvirkur sturtugámur

Við bjóðum upp á sjálfvirka sturtugáma gerða úr þykku, heilsoðnu plötustáli með harðgert, duftlakkað yfirborð. Sturtunar og tæmingarbúnaðurinn er virkjaður þegar þrýstiplatan á framhlið gámsins kemst í snertingu við stærri sturtugám.Sturtugámarnir okkar eru kjörnir til að taka við úrgangi eins og málmi, möl, steypu, timbri og almennu sorpi. Til að gera sorpflokkunina enn auðveldari eru gámarnir fáanlegir í mismunandi litum, eins og brúnum, gulum, grænum, rauðum, hvítum og svörtum. Þú getur líka kynnt þér sturtugám frá okkur sem er með sérstaklega hátt lok sem gerir rúmmál hans meira og verndar um leið innihaldið. Lokið er með tvær litlar hurðir með handfang á annarri hliðinni til að henda sorpinu í gáminn á meðan hin hliðin er með stóran hlera þar sem hann er tæmdur.

Sturtugámur

Þessi tegund af gámum er hönnuð þannig að botninn opnast sjálfkrafa og tæmir gáminn í einni hreyfingu. Þegar gámurinn er tómur lokast botnlúgan sjálfkrafa aftur. Gámarnir eru með gaffalvasa fyrir lyftaragaffla þannig að auðvelt er að færa gáminn með lyftara eða brettatjakk. Þú getur jafnvel staflað gámum upp til að nýta plássið sem best.

Færanlegur sturtugámur

Færanlegu sturtugámarnir okkar eru upplagðir til að flytja jarðveg, fóður eða annan þungan farm. Gámarnir eru gerðir úr sterku, duftlökkuðu stáli með sérstaklega styrktar brúnir, sem gerir þá mjög hentuga til notkunar í krefjandi aðstæðum. Sturtugámarnir eru búnir tveimur föstum hjólum að framan og snúningshjóli að aftan, sem gerir þá auðvelda í meðförum og auðvelt að stýra þeim. Þú getur annað hvort fært þá til handvirkt eða með gaffallyftara. Hafðu endilega samband við okkur ef þig vantar nánari upplýsingar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur