Öryggisgrindur fyrir vöruhús og geymslur

Vírnetsgrindur nýtast mjög vel til að búa til afgirt svæði í stórum rýmum eins og í vöruhúsum eða dreifingarmistöðvum. Þessar einingar má nota til að mynda öryggisgirðingar til að loka af og verja verðmæt tæki og vörur og bæta öryggið á vinnustaðnum með því að hefta aðgengi að ákveðnum svæðum. Hér að neðan má lesa nánar um úrvalið okkar.

Öryggisgirðingar fyrir vöruhús

Zínkhúðuðu öryggisgirðingarnar okkur eru mjög þægileg, örugg og hagkvæm lausn fyrir mismunandi aðstæður, eins og í vöruhúsum, verksmiðjum og verkstæðum. Opið vírnetið hleypir lofti og ljósi inn í rýmið en leyfir þér um leið að girða af ákveðin svæði. Það er ódýrari valkostur en að byggja veggi í fullri hæð og býður upp á mun meiri sveigjanleika og möguleika á að breyta því eftir þörfum. Girðingarnar má nota til að tryggja öryggi verðmætra verkfæra og annars búnaðar, girða af ákveðin vinnusvæði eða búa til leiðir fyrir gangandi umferð.

Auðveldar í samsetningu og uppsetningu

Öryggisgirðingakerfið okkar er mjög auðvelt í uppsetningu og býr yfir sveigjanleika sem leyfir þér að breyta, bæta við eða setja upp nýjar afmarkanir eftir því sem þarfir þínar breytast. Þú einfaldlega setur saman vírnetsfleka, uppistöður og hurðir til að búa til sérsniðnar öryggisgirðingar sem sinnt geta þínum þörfum. Þessi lausn gefur þér nánast óteljandi samsetningarmöguleika og gerir þér mögulegt að fullnýta plássið.

Sterkbyggð og örugg lausn

Láréttu vírarnir í vírnetinu eru 2,5 mm að þvermáli og lóðréttir 3 mm, með 50x60 mm möskvastærð, sem gerir netið mjög sterkt. Hurðirnar eru afhentar með annað hvort sílinderlás eða tilbúnar fyrir hengilás, þannig að þú getur valið þann lás sem best hentar þínum aðstæðum. Þannig geturðu tryggt öryggið en gert starfsfólki með tilskilin leyfi mögulegt að komast að lokuðum svæðum eftir þörfum. AJ Vörulistinn býður einnig upp á öryggisgirðingar sem eru sérstaklega hannaðar til að vernda vélbúnað og samræmast tilskipunum ESB. Við erum einnig með leiðarakerfi og annan öryggisbúnað til að stjórna umferð, auka öryggið og minnka hættuna á vinnuslysum. Skoðaðu vefsíðuna okkar til að sjá hvað er í boði eða hafðu samband við okkur ef þig vantar aðstoð.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur