Speglar sem bæta öryggið í vöruhúsinu

Speglar eru mikilvægir í mörgum aðstæðum til að koma í veg fyrir slys og minnka hættuna á þjófnaði. Þeir eru einföld og hagkvæm leið til að gefa öryggisvörðum, yfirmönnum á gólfinu og verslunarstjórum góða yfirsýn yfir svæðið sem þeir bera ábyrgð á. Skoðaðu úrvalið af speglum sem er í boði hjá AJ Vörulistanum.

Dragðu úr árekstrum

Umferðaspeglar koma að góðum notum við að koma í veg fyrir árekstra einkabíla, vörubíla eða jafnvel lyftara með því að gefa ökumönnum betri yfirsýn yfir nálæga umferð. Speglana má nota í bílastæðahúsum í blindum hornum eða á fjölförnum móttökusvæðum eða göngum vöruhúsa. Ef inngangurinn á athafnasvæði þitt er hulinn eða í beygju kemur umferðarspegill sér vel til að hjálpa ökumönnum að sjá umferðina sem er handan við hornið. Sumir speglarnir eru einnig með mjög áberandi ramma með endurskini sem virkar sem viðvörun um mögulega hættu. Hvort sem að ökutækin eru í eigu fyrirtækisins, starfsfólksins eða gesta er mikilvægt að draga úr mögulegum slysum.

Komdu í veg fyrir skemmdir

Gleiðhornsspegill er mjög gott öryggistæki til að fylgjast með og hafa eftirlit með verslunum, vöruhúsum, bílastæðum og slíkum stöðum. Kúptur spegill sem gefur 180° sjónarhorn gefur öryggisvörðum góða yfirsýn yfir allt svæðið, þar á meðal horn og ganga, sem hjálpar þeim að koma í veg fyrir búðarhnupl, skemmdarverk eða slys. AJ Vörulistinn býður einnig upp á spegla sem festir eru í loftið og gefa þér 360° yfirsýn yfir svæðið. Þessi tegund af speglum eru gerðir eru endingargóðu akrýlplasti sem þolir erfiðar aðstæður og má nota bæði innan- og utandyra.

Gerðu vinnuaðstæður í vöruhúsinu öruggari

Áhrifarík leið til að draga úr vinnuslysum er að setja upp í spegla í vöruhúsinu. Þegar umferð lyftara og fótgangandi starfsmanna blandast saman getur hætta á slysum verið mikil. Speglar sem komið er fyrir á göngum vöruhúsa gefa stjórnendum gaffallyftara betri yfirsýn til að koma í veg fyrir að þeir rekist á hillurekkana á meðan speglar sem gera þeim mögulegt að sjá fyrir horn vernda gangandi vegfarendur gegn slysum. AJ Vörulistinn er með mikið úrval af öryggisbúnaði sem er hannaður til að koma í veg fyrir vinnuslys og auka öryggi starfsfólksins. Þar á meðal eru skilti sem vara við hættum og öryggislímbönd ásamt umferðarkeilum og leiðarakerfum. Þú getur haft samband við okkur ef þig vantar ráðgjöf varðandi öryggisvörur sem henta þínu fyrirtæki best.