Umferðarkeilur og aðvörunarstólpar

Umferðarkeilur eru einföld leið til að stýra umferð og stjórna aðgengi að bílastæðum á stórum viðburðum. Þær eru auðveldar í notkun og þær má nota til að afgirða svæði og vekja athygli á hættum. Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar.

Appelsínugular umferðarkeilur

Sígildar, léttar og appelsínugular umferðarkeilur með hvítan borða eða endurskinsborða eru hannaðar til að búa til fljótlegar, þægilegar og sveigjanlegar hindranir. Þær eru tilvaldar til að setja upp tímabundnar hindranir, taka frá bílastæði og stjórna umferð. Þær má líka setja upp til að afmarka svæði á byggingasvæðum eða við vegavinnu. Ef þú vilt setja upp fljótlegt og færanlegt leiðarakerfi, er auðvelt að setja upp leiðara ofan á keilunum. Það er sveigjanleg lausn sem kemur sér vel við ýmsa viðburði eða tímabundna umferðarstjórn og hægt að tengja saman margar keilur eftir þörfum.

Samfellanlegar umferðarkeilur

Þessar hugvitsamlegu, samfellanlegu umferðarkeilur eru frábærir valkostir í staðinn fyrir okkar hefðbundnu umferðarkeilur. Það er mjög auðvelt að bera þær með sér og fljótlegt og einfalt að brjóta þær saman og setja þær inn í sendibíl eða jafnvel í farangursgeymslu á bíl þar sem þær taka mjög lítið pláss þegar búið er að fella þær saman. Það er tilvalið að nota þær til að afmarka bílastæði við ýmsa viðburði eða til að stúka af svæði tímabundið. Umferðarkeilurnar eru í skærum, appelsínugulum lit og með endurskinsborða sem gerir mjög auðvelt að sjá þær.

Vel sýnilegar umferðarkeilur

Þegar umferðarkeilur eru notaðar í myrkri er mikilvægt að auðvelt sé að sjá þær til að koma í veg fyrir slys. Í þeim tilvikum eru umferðarkeilur með endurskinsmerki og innbyggð ljós mjög góð lausn. Ljósin og endurskinsmerkin gera keilurnar mjög vel sýnilegar, jafnvel í mjög slæmu skyggni. Ljósin eru knúin af rafhlöðum og auka öryggið í myrkri og slæmu skyggni með því að gera hindranir og afmarkanir sýnilegri. Keilurnar eru einnig samfellanlegar svo að þær taka ekki mikið pláss þegar þær eru ekki í notkun og auðvelt er að færa þær til eftir þörfum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur