Tjakkar og búkkar af mörgum gerðum

Til að flytja þungar vélar á öruggan hátt þarf sérstök verkfæri. Hjá AJ Vörulistanum má fá úrval af glussatjökkum og búkkum sem geta borið allt að 15 tonn. Þegar þessi tæki eru notuð saman má búa til öruggar aðstæður til að vinna við viðgerðir og viðhald á bílum, trukkum eða vélum. Hér að neðan má sjá úrval af lyftitækjum frá okkur.

Lyftu upp vélum á öruggan hátt með vökvatjakk

Vökvadrifinn tjakkur með lyftitönn er kraftmikið og gott verkfæri til að lyfta og setja upp þungan vélbúnað. Tjakkar af þessu tagi eru mjög lágir þannig að hægt er að smeygja þeim undir hvaðeina sem þarf að lyfta upp. Á meðan er einfaldur gólftjakkur mjög hagkvæmur valkostur til að lyfta upp bílum á meðan þú vinnur við þá. Veldur þér tjakk eftir því hverju þarf að lyfta og hvort lyftistaðan þarf að vera stillanleg.

Öxulbúkkar sem styðja við þungt hlass þegar því er lyft upp

Öxulbúkki, sem notaður er með tjakk, styður við bíla eða vélar þegar þeim er lyft að gólfinu svo hægt sé að vinna við þær á öruggan hátt. Ef þú hefur ekki aðgang að bílagryfju er búkkinn bráðnauðsynlegt verkfæri á öllum bifreiða- eða vélaverkstæðum. Öxulbúkkarnir okkar eru hæðarstillanlegir þannig að þú getur fundið réttu vinnuhæðina fyrir þig og þeir geta borið allt að 10.000 kg (eftir tegund).

Verkstæðiskrani

Þessi handhægi verkstæðiskrani gerir öruggara fyrir einn einstakling að lyfta, til dæmis bílvélum, á eigin spýtur. Hann er búinn tvívirkri vökvadælu, framlengjanlegri bómu og getur borið allt að 1000 kg. Innbyggð ofhleðsluvörn veitir vörn ef þyngdin er meiri en kraninn getur borið. Einn einstaklingur getur auðveldlega stjórnað krananum og það er einfalt að fella hann saman og setja hann til hliðar þegar hans er ekki lengur þörf, sem er kjörið fyrir minni verkstæði. Þegar þú hefur fundið réttu tækin til að lyfta vélum af gólfinu geturðu skoðað úrvalið okkar af sterkbyggðum hjólapöllum og kerrum sem gera þér mögulegt að flytja farm sem er allt að 60 tonn að þyngd. Við bjóðum einnig upp á lyftiborð, staflara, ýmsan aukabúnað fyrir lyftaragaffla og fleira til að hjálpa þér að meðhöndla og lyfta þungum hlutum. Við hjálpum þér með ánægju að finna rétta búnaðinn.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur