Fylgihlutir fyrir lyftara

Lyftarar og lyftitæki eru mjög gagnleg vekfæri fyrir vöruhús og verksmiðjur þegar lyfta þarf þungum farmi. Stundum þurfa jafnvel lyftarar smá hjálp eða viðbætur til þess að ráða betur við verkefnið. Þú getur gert lyftarann öruggari og fjölhæfari með því að bæta við hann ýmsum fylgihlutum og búnaði. AJ Vörulistinn býður upp á fylgihluti með lyfturum ásamt úrvali af búnað fyrir meðhöndlun á vörum. Hér að neðan má lesa nánar um mismunandi fylgihluti sem bæta má við lyftara og velja þá sem best henta þínum þörfum.

Stroffur

Stroffurnar okkar eru gerðar úr léttu pólýester, eru auðveldar í notkun og fara vel með farminn. Þær eru fáanlegar í mismunandi lengdarútgáfum og geta ráðið við allt að 1000 kg þunga. Hringlaga stroffur eru tilvalda til að lyfta sívölum hlutum og einnig sléttum, fægðum eða hálum hlutum. Stroffurnar eru gerðar úr léttu pólýester, eru slitsterkar og skemma ekki farminn. Þú getur líka keypt smellukróka frá okkur sem tengjast við stroffulykkurnar. Þeir eru með öryggiskrækju og geta borið allt að 1000 kg.

Stroffur

Stroffurnar okkar eru EN 12195-2 vottaðar og gerðar úr endingargóðu pólýester. Þær eru raka og slitþolnar. Við eru með stroffur með mismikið burðarþol, allt frá 500 til 4000 kg. Þú getur því valið þá stroffu sem best hentar þínum þörfum.

Gaffalframlengingar

Gaffalframlengingarnar okkar má setja á lyftaragafflana til að hjálpa þér að eiga við langan og ólögulegan varning. Framlengingunum er komið þannig fyrir að þær geta ekki runnið fram af göfflunum á meðan þær eru í notkun. Við erum líka með útdraganlega kranabómu, með mikla burðargetu, fyrir lyftaragaffla. Kraninn getur borið allt að 2300 kg og er kjörinn til að flytja burðarmikinn og þungan farm.

Aðrir fylgihlutir

Annar fylgibúnaður fyrir lyftaragaffla er lyftarakrókur, snjóplógur fyrir lyftara og tunnuhaldarar fyrir sorptunnur. Krókurinn er með öryggislæsingu og getur borið allt að 2500 kg. Snjóplógurinn kemur sér mjög vel ef þú vilt nota lyftarann til að ryðja burt snjó. Plógurinn er með þrjár mismunandi stillingar svo að þú getur ráðið því hvert þú vilt beina snjónum. Tunnuhaldarinn gerir auðvelt og þægilegt að lyfta sorptunnum og tæma þær með hjálp lyftara. Þú getur einnig notað öxulbúkka frá okkur til að hjálpa þér að lyfta þungum búnaði.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur