Hagnýtir lyftivagnar sem létta þér vinnuna

Meðhöndlun á vörum er mikilvægur hluti af vinnunni í vöruhúsum og verkstæðum. Það felur oft í sér að lyfta, hlaða og afferma vörur og flytja þær frá einum stað á annan. AJ Vörulistinn selur vönduð, færanleg lyftiborð og vagna sem geta hjálpað þér við það. Hér geturðu lesið nánar um vöruúrvalið okkar.

Lyftivagnar

Við seljum sterkbyggða lyftivagna, sem má einnig nota sem vinnubekki, affermingarborð og lyftiborð. Vagnarnir eru með fjögur hjól sem hjálpa þér að flytja vörur frá einum stað á annan á auðveldan hátt. Tvö þeirra eru læsanleg þannig að þú getur stöðvað vagninn hvenær sem þú vilt og haldið honum kyrrum, sérstaklega á meðan verið er að hlaða eða afferma vagninn. Vagnarnir eru með áfast handfang sem hægt er að nota til að ýta þeim áfram og stýra þeim. Þú getur notað fótstigið til að lyfta pallinum upp og lækkað hann með hjálp pumpu. Pumpan er vökvadrifin sem gerir hæðarstillinguna þýða og þrepalausa.

Handvirkir lyftivagnar

Við seljum sterkbyggða lyftivagna sem nýtast mjög vel þegar lyfta þarf þungum farmi í krefjandi umhverfi. Þessir vagnar henta mjög vel til að lyfta hlutum í tengslum við samsetningarvinnu, viðgerðir og pökkun. Með því að nota þessi hjálpartæki verður vinnuferlið auðveldara og þú dregur jafnframt úr líkamlegu álagi sem fylgir því að lyfta þungu hlassi. Þessir vagn er góður valkostur við venjulega flutningavagna sem þarf að afferma áður en vörunum er lyft upp. Þú getur stillt hæðina eftir þörfum með handvirkri sveif. Það eru fjögur hjól undir vagninum og þar af eru tvö læsanleg. Það gerir mögulegt að halda vagninum kyrrum og stöðugum á meðan honum er lyft. Fyrir utan þessa lyftivagna erum við einnig með aðrar tegundir af vögnum og kerrum, stöflurum og vökvadrifnum lyftiborðum sem virka vel í erfiðum aðstæðum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur