Skilaboðatöflur

Skilaboðatöflur og korktöflur fyrir skrifstofur og vinnustaði

Ýmsir fylgihlutir eru nauðsynlegir til að leggja lokahönd á skrifstofuna. Skrifborðsfylgihlutir eins og pennabakkar geta hjálpað starfsmönnum að halda vinnusvæði þeirra snyrtilegu. Það þarf ruslafötur til að halda vinnustaðnum hreinum og þrifalegum. Fótahvílur geta aukið þægindin á meðan hlutir eins og sjúkrakassar eru ómissandi. Einn fylgihlutur sem fyrirtæki ættu að fjárfesta í eru skilaboðatöflur.

Skilaboðatöflur

Þar sem fyrirtæki reiða sig núna mikið á samskipti á netinu og gegnum tölvupóst vill mikilvægi tilkynnataflna oft vera vanmetið. Ef þær eru notaðar á réttan hátt geta þær verið mjög áhrifarík leið til að koma skilaboðum á framfæri. AJ Vörulistinn er með mikið úrval af tilkynningatöflum í mismunandi stærðum og gerðum. Töflurnar okkar eru mjög hagnýtar og þær geta líka sett fallegan svip á vinnustaðinn.

Glertússtöflur

Segulmagnaðar glertússtöflur gefa vinnustaðnum nútímalegra yfirbragð. Þessar töflur eru gerðar úr hertu öryggisgleri og eru með bak úr stáli og yfirborð sem er auðvelt í þrifum. Þar sem töflurnar eru segulmagnaðar er auðvelt að nota segla til að festa á þær tilkynningar, auglýsingar og skilaboð. Við erum bjóðum upp á glertússtöflur í fjölbreyttu úrvali af skemmtilegum og líflegum litum.

Lítil tússtafla

Þessar töflur eru frábær tæki fyrir samskipti á milli starfsfólks. Það er hægt að koma þeim fyrir við skrifborð eða hengja þær upp á hurðir. Starfsfólkið getur skilið eftir skilaboð á töflunum fyrir samstarfsfólk sem er fjarverandi frá skrifborðinu þá stundina. Það má líka nota þær til að skrifa niður minnispunkta eða búa til verkefnalista. Töflurnar eru léttar og auðvelt að færa þær til og þær eru einnig auðveldar í viðhaldi. Tússtöflur og glertússtöflur eru frábær hjálpartæki fyrir kynningar. Við bjóðum einnig upp á fylgihluti með þessum töflum, eins og grunnpakka, tússpenna, töflupúða og fleira. Þú getur smellt á hverja vöru til að fá nánari upplýsingar eða haft samband við okkur ef þig vantar aðstoð.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

FylgihlutirTússtöflurGlertússtöflurBaunapokarHillukerfi