Mottur fyrir skrifstofur og fundarherbergi

Hjá AJ Vörulistanum bjóðum við upp á mikið úrval af mottum sem eru slitþolnar, auðvelt að þrífa og henta mörgum mismunandi vinnuaðstæðum. Það gleymist oft að góðar vinnumottur skipta miklu máli þegar kemur að heilbrigði og öryggi á vinnustöðum og í opinberum byggingum. Þær minnka líka viðhaldskostnað þar sem þær vernda gólfið gegn miklu álagi og sliti. Hvaða mottur henta þínum þörfum fer eftir því hvernig á að nota þær, útliti þeirra, slitþolni, verði og virkni. Hér að neðan geturðu séð hvaða motta hentar þínu fyrirtæki best.

Dyramottur

Dyramotturnar eru hentugar fyrir fjölfarna staði eins og vöruhús, íþróttahús, sýningarsali o.s.frv.. Að auki eru dyramotturnar okkar auðveldar í þrifum, slitsterkar og henta mörgum mismunandi aðstæðum.

Vinnumottur

Ef að starfsfólkið þitt eyðir megninu af deginum standandi á það á hættu að eiga við ýmis heilsufarsvandamál að stríða, eins og vöðvaþreytu, blóðrásarvandamálum, bakverkjum, hjartveiki og fleiru. Þessi vandamál munu á endanum leiða til minni afkasta í vinnunni og fleiri fjarverustunda. Því þurfa vinnuveitendur að fjárfesta í réttu lausnunum fyrir vinnustaðinn sem geta minnkað hættuna á slíkum vandamálum. AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af vinnumottum sem gerðar eru til að draga úr þreytu sem stafar af því að standa á hörðum gólfum í langan tíma. Motturnar eru gerðar úr mismunandi efnum eins og gúmmíi, nítrílgúmmí, vínil, PVC og fleiru.

Stólar og gólfmottur

Þú gætir hafa veitt því athygli að jafnvel þótt starfsfólkið sé komið með þægilega skrifstofustóla virka þeir kannski ekk nógu vel á sumum gólfum. Besta lausnin við því er að fjárfesta í góðum stólamottum. AJ Vörulistinn býður upp á gólfmottur sem eru slitsterkar og auðvelt að þrífa. Notkun stólamotta á skrifstofunni heldur teppum hreinum og verndar viðargólf gegn rispum og sliti af völdum daglegs álags. Við erum með hágæða stólamottur sem bæði er hægt að nota á skrifstofunni og á heimilinu.

Iðnaðar- og gúmmímottur

Hálkuslys og hrösun eru með algengustu orsökum slysa í skrifstofuhúsnæði og iðnaðarumhverfi. Við bjóðum upp á mottur sem sinnt geta mismunandi þörfum, allt frá því að skreyta ganga og móttökusvæði á skrifstofum til þess að þola krefjandi aðstæður í iðnaðarumhverfi. Við erum með úrval af hálkuvörðum mottum sem eru þægilegar, auðveldar í þrifum, veðurþolnar og hleypa vel í gegnum sig raka.