Skrifstofulýsing

Inspiration & design tips

Helstu ráð til að líða vel í vinnunni

Lestu greinar okkar til að fá innblástur og hugmyndir

Ljós og lampar fyrir skrifstofur og heimili

Það er vitað að hönnun vinnustaðarins hefur bein áhrif á skilvirkni og afkastagetu. Léleg lýsing er eitt af því sem skrifstofustarfsmenn kvarta helst yfir, ásamt miklum hávaða, skorti á næði og litlu aðgengi að hljóðlátum rýmum. AJ Vörulistinn býður upp á úrval af valkostum sem hægt er að kaupa í vefverslun okkar og setja upp á vinnustaðnum.

Náttúruleg lýsing

Náttúrulegt ljós getur bætt líðan starfsmanna verulega, svo þú ættir að skipuleggja skrifstofuna þannig að þau sem eru undir mestu álagi sitji næst gluggunum. Náttúruleg lýsing er hins vegar ekki nóg fyrir skrifstofuna. Það eru alltaf svæði þar sem ekki eru nógu margir gluggar og á dimmum vetrardögum eru loftljós nauðsynleg, burtséð frá því hversu margir gluggar eru á byggingunni.

Besta lýsingin

Í skipulagi vinnustaða er mikilvægi loftljósa oft vanmetið. Sem ljósgjafi er LED ljós á skrifstofunni orkusparandi og hagkvæmur kostur en takmarkað þegar kemur að því að laga ljósið að hverjum starfsmanni eða ákveðnu svæði á skrifstofunni. Einstaklingsmiðuð lýsing er tiltölulega ný hugmynd en hún býður yfir mörgum kostum fyrir fyrirtæki þegar kemur að því að bæta afköstin og fækka veikindaögum. Hún miðast við að gefa hverjum starfsmanni möguleika á að stjórna ljósinu við vinnustöðina eftir sínum þörfum og tryggja að hver einstaklingur sé með rétta jafnvægið á milli hlýrrar og kaldrar lýsingar til að styðja við náttúrulegar dægursveiflur og draga úr þreytu.

Stílhrein hönnun

Fallegir lampar sem hanga niður úr loftinu setja einstakan svip á skrifstofuna. Það er tilvalið að koma þeim fyrir yfir fundarborði eða setustofu og skapa andrúmsloft sem er ólíkt öðrum rýmum á skrifstofunni. Hengilampar eru líka fullkomnir fyrir heimilisskrifstofur þar sem hægt er að setja þá upp beint yfir skrifborðinu og fá þannig betri vinnulýsingu en með hefðbundnu loftljósi. Þú getur líka bætt við skrifborðslampa til að vinnuaðstæðurnar verði eins og best verður á kosið. Það eru mismunandi, nýtískulegar gerðir í boði sem passa við aðrar innréttingar á heimilinu. Þegar búið er að velja lýsingu fyrir skrifstofuna er skynsamlegt að skoða hljóðdempandi þil og aðrar lausnir sem draga úr hávaða á skrifstofunni.