Geymdu teikningar í teikningaskápum og skúffum
Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu farin að stunda pappírslaus viðskipti er í sumum geirum enn þörf á pappírsskjölum. Það þarf því örugga geymslu fyrir þessa pappíra ásamt hlutum eins og möppum, skýrslum, minnisbókum og ritföngum. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af skápum sem hjálpa þér að halda vinnustöðinni snyrtilegri, geyma stór skjöl á öruggan hátt og bæta vinnuafköstin. Farðu í gegnum þennan lista yfir mismunandi skápa sem við seljum og helstu upplýsingar um þá. Fullbúinn teikningaskápur
Eins og nafnið gefur til kynna eru þessir skápar hannaðir til að geyma teikningar, til dæmis þegar þú þarft að geyma margar arkir á einum stað. Fjárfestu í þessum glæsilegu og vönduðu viðar- eða stálskápum til að halda vinnstaðnum hreinum og snyrtilegum. Hvort sem það er á verkfræði- eða arkitektastofu eða í fyrirtæki í byggingariðnaðinum, þá má geyma kort, teikningar, uppdrætti og aðra mikilvæga pappíra á öruggum stað í þessum skápum. Hámarks stærð skjala er A1 eða A0 eftir tegund skápsins. Þú getur valið um skápa með 5, 10 eða 15 skúffur. Sumar útgáfurnar eru með samlæsingu sem gerir þær að mjög öruggum valkosti. Við seljum viðarskápa sem eru annað hvort lakkaðir eða spónklæddir en við bjóðum einnig upp á stálskápa. Þú hefur líka val um skápa með fætur eða skápa sem hvíla á sökkulgrind.Teikningaskápur með borðplötu
Þarftu einnig stórt vinnuborð til að rissa upp, breyta eða skoða teikningar? Þá er besti kosturinn að fjárfesta í fullbúnum teikningaskáp með vinnuborði. Þessi skápur er spónklæddur sem gerir hann mjög slitsterkan. Borðplatan nýtist mjög vel sem vinnuborð. Skápurinn er kjörinn fyrir fyrirtæki sem þurfa halda utan um pappíra í stóru formi, eins og kort, byggingateikningar og þess háttar.