Skúffueiningar fyrir skrifborð
AJ Vörulistinn leitast við að bjóða upp á fjölbreytt úrval af vönduðum skrifstofuhúsgögnum á góðu verði. Hjá okkur geturðu keypt allt frá skrifborðum sem þægilegt er að vinna við til skúffueininga þar sem hægt er að geyma pappíra, skjöl, ritföng og aðra hluti á þægilegan hátt. Skúffueiningarnar okkar eru fáanlegar í mismunandi útgáfum, hráefnum, litum og stærðum. Þú getur lesið nánar um skúffueiningarnar okkar hér að neðan og valið þær sem henta þér best. Modulus færanlegar skúffueiningar
Modulus vörulínan okkar er gerð fyrir einstaklinga sem eru að leita að geymslulausn sem er sérsniðin að þeirra þörfum.Þessi vörulína gefur þér fjölmarga geymslumöguleika og úrval af litum að velja úr. Við bjóðum upp á skúffueiningar úr viðarlíki í litum eins og hvítum, birki, eik og svörtum sem passa vel við önnur húsgögn. Þú getur stillt skúffueiningunni upp við hliðina á skrifborðinu eða notað hana eina og sér. Skúffurnar eru með handföng og skúffueiningar eru á hjólum sem gera auðvelt að færa þær til. Nomad geymslueiningar
Nomad vörulínan er ein af hagkvæmustu, sveigjanlegustu og mest rýmissparandi húsgagnalínum okkar og er hönnuð af okkar eigin hönnuðum. Þægileg stærð húsgagnanna gerir þau hentug fyrir notkun á bæði skrifstofum og heimilum. Eins og flestar aðrar geymslueiningar okkar eru vörurnar úr Nomad línunni gerðar úr endingargóðu viðarlíki sem er auðvelt í viðhaldi. Svart ytra byrðið myndar skemmtilega andstæðu við hvíta innviðina og þessar einingar setja því fallegan og nýtískulegan svip á skrifstofuna. Fyrir utan færanlegar geymslueiningar erum við einnig með mikið úrval af skjalaskápum, bókahillum og fleiri vörum. Hafðu samband við okkur og við getum hjálpað þér að finna réttu lausnina.