Verðmætageymsla - geymdu verðmæti á öruggan hátt

Storing valuables and confidential documents - guide

Psst: Sjáðu ráðin okkar um hvernig eigi að geyma trúnaðarskjöl og verðmæti

Lestu leiðbeiningar okkar

Geymdu verðmæta hluti í verðmætaskápum

Ef þú rekur lítið fyritæki eða verslun er mjög mikilvægt að vera með læsanlegan öryggisskáp til að geyma reiðufé, verðmæti og mikilvæga pappíra eða trúnaðarskjöl. Lítill öryggisskápur úr stáli er kjörinn fyrir skrifstofur, líkamsræktarstöðvar, verslanir og fleiri staði. Skoðaðu úrvalið okkar til að finna rétta valkostinn fyrir þitt fyrirtæki.

Öryggislausnir

Öryggisskápur úr stáli er mun öflugari öryggisbúnaður en læsanlegur skrifstofuskápur eða smáhólfaskápur. Þessi skápur er með mun þykkara stál í veggjum og hurðum og hurðinni er læst með boltum við rammann. Margar útgáfurnar samræmast alþjóðlegum stöðlum. Við mælum með að skápurinn sé festur við gólfið eða vegginn til að gera eins erfitt og mögulegt er fyrir innbrotsþjófa að fjarlægja hann.

Veldu lás sem hentar þér

Þegar þú kaupir öryggisskáp, geturðu valið skáp með lyklalás eða rafdrifinn skáp með stafrænan talnalás. Ef fleiri en einn starfsmaður þarf að hafa aðgang að skápnum er talnalás besti kosturinn. Flestar tegundirnar okkar eru með 6-talna lás og gefa möguleika á mörgum notendakóðum ásamt masterkóða. Ef þú velur skáp með lyklalás mælum við með að lyklarnir séu geymdir í aðskildum skáp þannig að óviðkomandi aðilar komist ekki yfir þá.

Innleggsskápur gefur þér fljótvirka og örugga geymslu

Settu reiðufé og verðmæti í verðmætaskáp, fljótt og örugglega án þess að þurfa að opna sjálfan skápinn. Innleggsskápur er frábær valkostur fyrir bæði litlar og stórar verslanir skrifstofur, og önnur fyrirtæki sem þurfa að geta geymt reiðufé og önnur verðmæti á staðnum. Þeir eru auðveldir í notkun og einfalt að koma þeim fyrir við afgreiðslukassa. Það er tilvalið staðsetja þá undir afgreiðslu- eða móttökuborði. Þetta er kjörin lausn fyrir fyrirtæki, sem öryggisins vegna, geta ekki opnað skápinn yfir daginn eða ef þau sem hafa lyklavöldin eru ekki alltaf til taks til að opna hann. AJ Vörulistinn býður upp fjölbreytt úrval af öryggis- og geymslulausnum, þar á meðal skápa með þjófavörn, eldfasta skápa, fataskápa og smáhólfaskápa. Það skiptir ekki hvernig fyrirtæki þú rekur eða hvaða hluti þú þarft að geyma, við getum boðið þér upp á viðeigandi lausn. Ef þig vantar hjálp við að velja bestu lausnina fyrir þitt fyrirtæki erum við tilbúin að aðstoða þig.