Eldvarðir skápar

Eldfastir skjalaskápar

Eldsvoðar geta valdið miklum skaða á vinnustöðum og eyðilagt mikilvæg skjöl. Að auki getur vatnið sem notað er til að slökkva eldinn valdið fyrirtækinu enn meira tjóni. AJ Vörulistinn er með mikið úrval af eldföstum skápum og vatnsheldum skápum sem hjálpa fyrirtækjum að vernda mikil væg skjöl og aðrar eigur gegn eldi. Hér að neðan eru ítarlegri upplýsingar um eldtraustu skápana okkar:

Mismunandi stærðir

Eldföstu skáparnir okkar fást í mismunandi stærðum og hægt er að nota þá í mismunandi tilgangi. Þessir skápar eru ekki aðeins mjög gagnlegir fyrir fyrirtæki sem þurfa að geyma skjöl eins og samninga og þess háttar heldur nýtast þeir líka vel í stórmörkuðum, bensínstöðvum, byggingavöruverslunum og fleiri stöðum. Að auki er hægt að færa hillurnar í skápnunum til og laga þá að þínum þörfum. Sumir eldfastir skjalaskápar eru einnig með slár sem nota má til að hengja upp möppur.

Aukið öryggi

Þótt lyklalásar og aðgangskóðar geti komið í veg fyrir að óviðkomandi aðilar komi höndum yfir mikilvæg skjöl, geta þeir ekki verndað skjölin gegn skemmdum í eldsvoða. Eldtraustu skáparnir okkar geta verndað skjölin í allt frá 30 til 120 mínútur eftir tegund. Þar að auki er hver skúffa í eldtrausta skjalaskápnum einangruð þannig að ef ein þeirra er skilin eftir opin hefur það ekki áhrif á hinar skúffurnar. Skáparnir eru einnig með lyklalás eða talnalás til að gera þjófum erfiðara fyrir.

Mikið úrval fylgihluta

Við bjóðum líka upp á mikið úrval af fylgihlutum með skápunum okkar. Til dæmis, er hægt að bæta LED ljósi við sýningarskáp úr gleri og lýsa upp vörurnar. Fyrir skjalaskápa geturðu bætt við upphengimöppum og miðahöldurum með merkimiðum. Fyrir utan eldtrausta skjalaskápa, bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af geymslulausnum, eins og lyklaskápa, verkfæraskápa og fleira. Hafðu samband ef þú ert með spurningar eða vantar aðstoð.