Öryggiskápar

Öryggisskápar og peningaskápar

Allir vinnustaðir þurfa á öryggisskápum að halda þar sem geyma má verðmæti á öruggan hátt. Á skrifstofum eða í skjalageymslum er nauðsynlegt að geta meðhöndlað viðkvæm og mikilvæg skjöl á öruggan hátt. Með peningakössum og öryggisskápum frá AJ Vörulistanum færðu örugga geymsluskápa í mismunandi útgáfum. Við erum með skápa í öllum verðflokkum og þar af eru sumir eldtraustir og má einnig nota til að geyma reiðufé. Veldu öryggisskáp frá til að fá öruggt geymslupláss. Hér eru nokkrir skápar úr vöruúrvali okkar.

Sterkbyggðir peningaskápar

Minni öryggisskáparnir okkar eru fullkomnir til að geyma fartölvur, vegabréf og persónuleg verðmæti. Þessir fyrirferðalitlu öryggisskápar eru litaðir gráir og falla vel inn í flesta vinnustaði ásamt því að taka lítið pláss. Þú getur valið um lyklalás, rafrænan talnalás eða fingrafaralás. Fingrafaralásinn má forrita fyrir allt að 20 mismunandi notendur. Hann er mjög hentugur fyrir vinnustaði þar sem margir starfsmenn þurfa að komast í skápinn. Skáparnir eru með boltalás með lyklalás til vara og eru tilbúnir til að festast á vegg eða við gólfið til öryggis.

Eldtraustir og innbrotsvarðir öryggisskápar

Það er mjög mikilvægt að hafa aðgang að öruggu geymsluplássi á skrifstofum og skjalageymslum og einnig í litlum verslunum og fyrirtækjum sem meðhöndla verðmæti sem hætta er á að verði stolið. Vegna þess býður AJ Vörulistinn upp á eldtrausta og innbrotsvarða öryggisskápa. Þú getur valið eldtrausta skápa með tvær eða þrjár hillur, allt eftir því hversu mikið af verðmætum og skjölum þarf að geyma í þeim á hverjum degi. Þeir eru samþykktir samkvæmt ýmsum stöðlum, eftir geymsluþörfum og endingargetu í 1000 gráðu hita. 60P eldflokkun þýðir að verðmæti og mikilvæg skjöl eru varin gegn eldi í 60 mínútur. Með öryggisskápum með þjófavörn frá AJ Vörulistanum ertu skrefi á undan þjófunum.