Skúffuskápar og skúffueiningar fyrir skrifborð

AJ Vörulistinn er með geymslulausnir fyrir allar tegundir vinnustaða. Við bjóðum upp á úrval af stílhreinum og nýtískulegum skrifborðskúffum ásamt sterkbyggðum skúffum fyrir vöruhús þar sem geyma má öll verkfæri, skrifstofuvörur og ýmsan búnað á öruggan hátt.

Veldu aðgengilega skrifborðsgeymslu fyrir skrifstofuna

Allir skrifstofustarfsmenn þurfa stað til að geyma ritföng, pappíra og persónulegar eigur sínar. Einfaldasta lausnin er handhæg skúffueining. Það eru margir valkostir í boði. Það er hægt að fá skúffueiningu sem er jafnhá skrifborðinu og staðsett við hliðina á borðinu til að bæta við borðplássi. Það er líka hægt að kaupa færanlega skúffueiningu og koma henni fyrir undir borðplötunni og síðan færa hana til eftir þörfum. Ef þú hefur takmarkað pláss og þarft aðeins að geyma fáeina hluti, er sniðugt að velja skúffu sem fest er undir borðplötuna og getur geymt helstu nauðsynjar fyrir vinnuna.

Sterkbyggðar verkfæraskúffur

Skúffa við vinnubekkinn gefur þér handhægt og aðgengilegt geymslupláss fyrir verkfæri, pökkunarefni og annan búnað sem er mikið í notkun. Það eru mismunandi gerðir af skúffueiningum í boði. Færanlegar skúffueiningar eru tilvaldar ef þú þarft að færa verkfæri milli mismunandi vinnusvæða. Fyrir fasta geymslu má velja skúffueiningar eða skúffur sem festar eru undir borðplötuna til að spara pláss. Þar sem við vitum að verkfærin eru verðmæt eru allar verkfæraskúffurnar læsanlegar.